Andvari - 01.01.1898, Side 202
195
í ánni eiga 8 bæir og veitt bæði í lagnet og (eink-
ura) með ádrætti. 1896 var veiðin um 350 laxar.
Veiðinni þykir fara aftur. í ána fellur Fáxkrúð,
sem er laxlaus kaldavermslá, og Laxá; í henni
verður að eins vart við lax, enda er hún lítil, og
þornar nærri upp i þurkum.
Um Staðará, sjá silungsveiðar.
í nokkrar af þeim mörgu (21) smáám, er falla
i Hvammsfjörð, hefir áður gengið nokkur lax, en nú
eru þær flestar laxlausar, þannig Laxa í Hvamms-
sveit og Laxá á Skógaströnd.
Af því að laxaklak var eftir ráði Feddersens
um tíma við Laxá i Laxárdal, þá athugaði eg hana
sérstaklega. Eg fór með henni frá sjó og upp að
Drykkjarhyl, all-langt uppi i dalnum, og naut ágætr-
ar leiðsagnar Guttorms Jónssonar f Hjarðarholti. Fyr-
ir ofan Hjarðarholt er áin víðast lygn, með malar-
botni, sumstaðar eru fijót með leðjubotni og nokkr-
um mosa, og slý sumstaðar. Hún er nokkurn veg-
inn jafndjúp og kvíslast lítið, ryður sig sjaldan á
vetrum, en kvað vera nokkuð lítil i þurkum á sumr-
in; nú voru allar Dalaárnar i mikium vexti. í þess-
um kafla eru tveir malarblettir (annar fyrir ofan
vaðið hjá Hjarðarholti, hinn rétt tyrir ofan Drykkj-
arhyl), sem Guttormur hyggur að lax hrygni á.
Hitinn á þessum tveimur stöðum var 11,5°. Kring-
um ána er grösugt og allmikið mýbit. Ekkert ung-
viði varð eg var við, og i net, sem iá i ánni í
nokkurn tíma, kom ekkert kvikt. Fyrir neðan Hjarð-
arholt, til sjávar, er hún grýtt i botni, með klöpp-
um, sprungum, flúðum og smáfossum. Við ósinn er
grunt (fjörur). Lax byrjar að ganga í ána siðari
hluta júlf, eða fyrst í ágúst, og bezt gengur hann í
N.átt og stórstauma. Stærstu laxar um 24 pd., með-