Andvari - 01.01.1898, Page 206
200
aðhvort í félagi neðan til í ánni, þar sem bezt hag-
aði til, og hver bæri hlut úr býtum eftir því, sem
hann kostaði til (þetta þyrfti ekki að raska að
neinu leyti veiðirétti einstakra jarða, ef félagskap
yrði slitið), eða að þeir leigðu veiðina útlendum eða
innlendum niönnum. Yfirleitt ætti f ám, þar sern
veiði má stunda bæði nærri og fjarri sjó, að eins
að stunda hana nærri sjó, þó þannig, að laxinum
væri ætluð nógu greiö ganga til hrygningarstaðanna,
og að hann á þeim mætti vera í næði, laus við all-
an ádráttarófrið. Veiðarnar uppi í þeim ám, sem
hér ræðir um, eru lreldur ekki víöa mjög ábatasamar,
þegar kostnaður allur er dreginn frá. Þar sem
veiðin er lítil og langt í kaupstað, getur verið ærin
töf- um hásláttinn að taka menn frá slætti til veiða,
verka þá fáu laxa sem veiðast, og gjöra langa ferð
með þá í kaupstað. Því er það, að mörgum er
mjög umhugað um að fá árnar leigðar Englending-
um. Svo gjörir og selurinn sitt til, en honum ætti
algjörlega að eyða í öllum þeim árn og árósum (og
vogum), sem laxveiði og silungsveiði er í, svo
nokkru nemur, eða gæti verið. I lagafrumvarpi því
um eyðing sela, sem koin fram á síðasta alþingi,
voru þau óheppilegu ummæli, að sel inætti drepa í
ám svo langt sem sjór félli út. Eg hefi áður sýnt
fram á um Hvítá, að ómögnlegt er að segja, hvar
sjór þrýtur og salt vatn byrjar, því það er svo
fjarska-breytilegt. Eftir þvi mætti drepa sel einn
daginn úti við Borgareyjar, en annan daginn ekki
fyrir neðan Hvitárós. Sjálfsagt er að eyða sel í öllurn
Borgarfirði, frá Lambastaðatanga alt til Akraness. Að
hlífa sel í Þjórsá finn ég heldur enga ástæðu til,
þvi laxveiðarnar á Urriðafossi og silungsveiðarnar í