Andvari - 01.01.1898, Side 212
20«
er 1—2 pd. að 5. pd. og veiddur vor og haust í 3
faðraa löng lagnet, '/2 faðms djúp, möskvavidd ll/2">
eða á lóð. Veiðin er mjög lítil. Eg reyndi að veiða
i Skógavatni, en fekk ekkert.
Reyðarvatn, sem Grímsá kemur úr, eftir sögn
Illuga í Skógum í Flókadal 10—12 faðma djúpt og
mjög silungsríkt. í þv( segir hann að sé murta saras
konar og í Þingvallavatni. Illugi hefir legið við
vatnið í 5 ár við veiðar.
I Reykjadalsá veiðist tóluvert á haustin og lítið
eitt á vorin. Haustsilungurinn er að likindum sjó-
genginn. Stundum veiðast alt að 300 silungar á bre
(4 bæjum). Veiði þessi þver ekki.
I Hvítá fer urriði fbirtingur) að gariga frá sjó niðri
hjá Hvitárvöllum í miðjum ágúst og er þá oft með
smásíld í maga (eg fann í maga margra urriða, sem
voru að ganga upp ána hjá Hvítárvöllum í lok á-
gúst 1895, smásíld, og í einum sandsíli), og heldur
því áfram til septemberloka ; sá urriði er vænstur,
er fyrst gengur. Bleikja fer að ganga i byrjun
september. Um líkt leyti f'er urriði og bleikja að
ganga fyrir Ilvítársfðu neðst, og hefir þar orðið vart
við síli í maga silungs. Silungurinn er veiddur í stutt,
einföld lagnet, sem lögð eru frá klapparnefjum eða
grjótgörðum. A Hvítárvöllum er meðalveiði 5'/s
hndr., þyngd 1 pd., möskvavídd neta 1TV'- — í Hvít-
ársiðu neðan til veiðist bezt kring um Kláffoss; en
selur rlfur oft úr netunum. Veitt er þar til að áin
fiýs. Stærð silungsins er U/2 pd., möskvavidd tæpir
2". Á Fróðastöðum er meðalveiði um 100, og á bæj-
um ofar i Síðunni lítil veiði, nema á Gilsbakka; þar
veiðast nokkur hundruð árlega, einkum þar sem
kaldavermslalindir renna i ána, og veiðitíminn er mikla
síðar, frá veturnóttum til jóla.