Andvari - 01.01.1898, Page 214
208
djúpinu, en ekki aflast í þau, sem ekki er von, þar
sem svo hávaxinn gróöur er í botni, því netin sökkva
niður í hann. Þar sem svo er, þurfa net eða lóðir
að vera svo hátt frá botni, að þau sé laus við gróð-
urinn. En haldi fiskurinn sig helzt innan um hann,
er ekki mikil veiðivon, sizt í net.
I Norðurá gengur bleikja í sept. frá sjó, eink-
um í s. k. Hóp, er gengur út úr ánni til vesturs,
nálægt Sólheimatungu. Þar verður vart við silung
árið um kring, nema ef vera kynni framan af sumri.
Lengra uppi i ánni verður á haustin vart við sjó-
genginn urriða og bleikju hjá Laxfossi. En veiðin
er lítil á Laxfossi, 30—40 á ári.
Langavatn er allstórt fjallavatn sunnan í fjáll-
garðinum milli Stafholtstungna og Suðurdala; það
liggur frá norðri til suðurs tæp raila á lengd, og út
úr suðurenda þess gengur stór vík til austurs; í
þessa vík rennur Beilá, en Langadalsá eftir Langa-
vatnsdal út í norðurenda þess. Austan og vestan
að því liggja hrjóstugar hiíðar, en hraun að suð-
vestan. Ur suðurhorni þess rennur Langá. Af þv*
að enginn bátur er við það, var ómögulegt að kanna
það, en þar sem eg fór með þvi (allri austurströnd-
inni) var möl i botni meðfram landi og eins langt
og eg sá út í það af háum stað; engan jurtagróður
varð eg var við og ekkert dýralif' i þvf, en á þv^
voru álftir, himbrimar og veiðibjöllur. Eflaust er
leðjubotn og jurtagróður úti í þvi. Mýbit er nokk-
urt við það. Silungsveiði er nokkur í því, en rnjög
óregluleg, hvorki veitt árlega né frá vissum bæjum.
Menn fara vanalega á haustin og draga á í mynni
Langadalsár (er það er alldjúpt) og þar sem Langá
rennur úr vatninu, og fá oft allmikið (jafnvel á 5—6
hesta á uólarhring). Mest er vist um urriða og verð-