Andvari - 01.01.1898, Síða 215
209
«r hann stundum 7—9 pd. þungur. Urriðinn gengur
á, haustin úr vatninu í árnar, einkum Langadalsá,
til að hrygna. Engan silung sá eg í Langadalsá og
tór eg þó með henni allri. Ekki gengur neinn fiskur
i vatnið frá sjó, því Sveðjufoss hindrar. Eggert 0-
lafsson segir (g 166) að vatnið sé fult af silung.
í Langd gengur töluvert af bleikju og urriða úr
sjó, þegar kemur fram i ágúst, og er bleikjan oft
full af' maríió, en hrygnir ekki í ánni, sem ekki er
von. Meðalþvngd þessa silungs er 1 pd. A Lang-
árfossi hefir veiðst mest 600, meðalveiði 300; ánn-
arsstaðar er lítið veitt.
í Álf'taneshrepp eru mörg grunn mýravötn,
sem eigi sjást á kortinu. í þeim flestum er leðju
Lotn með töluverðum jurtagróður. Mörg af þeim
botnfrjósa á vetrum og eru silungslaus (einkum í
Hraunhrepp), en í nokkrum, svo sem Brókarvatni
bjá Arnarstapa, er bæði urriði og bleikja, en smár
■(V* pd., stundum 2 pd.). Silungurinn er helzt veidd-
ur vor og haust. I Brókarvatni veiðist mest urriði,
og étur hann þar hornsili og silungsseyði.
í AlftA gengur birtingur (sjógenginn urriði) á
vorin, þegar isa leysir, og fer hann upp fyrir Ker-
í'oss. Hann er veiddur í ádrátt frá 5—6 bæjum, en
aijög eru áraskifti að veiði, og ekki gat eg fengið að
vita neitt um, hve raikil hún er. Undir Kerfossi
Veiddi Pétur á Langárfossi (sem fylgdi mér þangað)
Uokkra 8—12" langa urriða, sem auðsjáanlega aldrei
höfðu verið í sjó (höfðu rauða dila) Magar sumra
Voru tómir, en í sumum voru bjöllur, fiðrildi og flug-
ur, en allír voru þeir magrir og í hinum stærstu hálf-
broskuð hrogn. Auk þess veiddi hann tvo 16 og 17"
^nga, feita 2—3 pd. birtinga, nýgengna, með mikl-
utn sviljum og hrognum.
14