Andvari - 01.01.1898, Síða 216
210
Hítarvatn, sem Hítará kemur úr, skoðaði eg:
ekki, en Friðjón læknir Jensson fræddi mig um það.
Hann segist ekki hafa fundið botn í því á einum
stað með 15 faðma færi, en víðast er það grunt. A
3—4 faðma dýpi er í því jurtagróður og mýbit
mikið við það. Silunga segist hann hafa séð vaka
þar mjög. Mest er í því urriði, 1—5 pd. þungur,
meðalþyngd 2 pd. Nú er ekkert veitt i því. Karl
einn, er bjó að Tjaldbrekkum (nú í evði) við vatnið,
fekk árlega 6—800 með litlum útbúnaði. En maður,
er bjó þar á undan, hafði meiri útbúnað, og fekk
miklu meir.
I Hítartí er nokkuð af sjógengnum silung.
Bleikja (reiðarsilungur) gengur í ána seint i júlí,
en urriði í miðjum ágúst. Silungurinn er 2—3 pd.
og veiddur á Skiphyl (um 100 árl.) og Brúarfossi
(mest 50, stundum ekkert) í net með H/a" möskva-
vídd.
I Kaldtí er nokkur smáurriðaveiði (sjógenginnj
á haustin frá bæjunum kring um ána neðan til,
jafnvel yfir 100 á bæ. Áin sjálf er lítil og illa löguð
fyrir fisk.
I Haffjaröará gengur mikill silungur frá sjó,
mest í byrjun ág., en nokkuð á vorin. Meðalþvngd
hans 2—3 pd.; árleg veiði í ánni er talin 3—5 þús.
Eg sá 15" langan urriða úr ánni, sem var ekki sjó-
genginn, og fullur af fiugum. í net sem lá i Sauð-
hyl veiddist meðan eg var þar 10 pd. silungur, sem
á Snæfellsnesi kallast grálax. Hann er mjög svip-
aður laxi, en mjórri framan við augun, með margui’
dröfnur á bakugga og hliðum, með þverstýfðan sporð,
með hvössum hornum og hærri sporðmjódd en laX.
A. Féldsted segir, að stundum fáist fiskur í Hvítá,
sem hann kallar laxurriða, sem líklega er sains