Andvari - 01.01.1898, Page 220
214
netsins, er að klöppinni liggur, því hún leitar með
hásjávuðu að þanginu, til þess að ná í marflær, sem
hún liflr mjög af þar í firðinum. Urriðinn lifir mest
á smásíld (1" langri). Helgi Jónsson verzlunarstjóri
heflr lagt lofsverða stund á að veiða silunginu og
veiðir vel; í sumar í júlílok hafði hann veitt 750
U/2—2 punda silunga, og þá var hinn eiginlegi veiði-
tími ekki byrjaður. Bjering verzlunarstjóri veiddi
töluvert minna. Helga haf'a reynst norsk silunganet
betur en islenzk. Hjá Vogi á Mýrum gengur sil-
ungur inn að klöppum og veiddi Friðjón læknir þar
snemma í sumar nokkra. 1 Búöaós gengur nokkuð
af' silung og er hann veiddur þar í ádráttarnet. I
Grafarós í Breiðuvík gengur og silungur. Hans
verður og vart í sjó við Sand undir Jökli. í Bugsós
við Fróðárrif' og í Máfahlíðarrifsós gengur mikið af
silung, en lítið reynt til að veiða hanri.
Af því, sem hér hefir verið skýrt frá, sést, að
silungsveiðar eru á þessu svæði miklu minni en á
svæði því, er eg f'ór um i fyrra; staf'ar það einkutn
af því, að hér eru ekki eins mörg stór stöðuvötn og
þar, vötn, er komist í nokkurn samjöfnuð að flski'
sæld við Wngvallavatn og Apavatn. Veiðin er held-
ur ekki stunduð hér með najrri eins mikilli atorku
og þar, í þeim vötnum, er mesta von gefa uni góða
veiði (í Skorradals-, Langár- og Hftarvatni). Aftur á
móti er silungsveiði stunduð allmikið í mörgum dm,
og svo lítur út, setn nægur silungur gangi í margar
þeirra, og hér eru menn byrjaðir lltið eitt á því, að
veiða silunginn i sjó, og er óskandi, að það fari í
vöxt, því eflaust er mikið af silung víða meðfram
ströndum t. d. í Borgarfirði og við Mýrar, og þaf
hagar víða svo vel til, að leggja má net í þröng
sund milli kletta. Eins er þar, sem mjóir ósar renna