Andvari - 01.01.1898, Síða 225
219
Borgarnesi fyrir 8000 kr., og lax fyrir um 19000
kr., en frá Reykjavik á sama tímabili selsafurðir
fyrir rúmar 11000 og lax fyrir tæpar 94000. A.
Féldsted ætlar laxveiði á Borgarfjarðarundirlendinu
1896 hafa verið 11340 kr. virði, og meðalverð á
laxi nú 2,50—2,75 kr. Það verða þá alls um 4300
laxar.
Á þessu svæði koma selveiðarnar illa i bága
við lax- og silungsveiðarnar á 3 stöðum: við Akra-
és, við Haffjarðar- og Straumfjarðarós. Ef meðal-
laxveiði í Hítará er gjörð 140 10 pd. laxar (sjá bls.
194), þá verður hún með silungsveiðinni ekki eins mik-
ils virði og selveiðin við ósinn. Svo líklega þykir
ekki ráð að láta selinn þoka þar að svo stöddu, en
við Haffjarðarós ætti enginn selur að vera friðhelg-
því þeir um 70 kópar er veiöast þar eru lítils-
virði á móti þeim mikla lax og silung, er í ánni
veiðist. Ósinn er mjór og því hægra fyrir selinn
eiga við fiskinn þar. Af því eg hef eigi fengið
að vita um meðalveiði í Straumfjarðará, þá er erf-
töara að segja, hvort selur eigi að víkja úr ósi
hennar, en þar sem veiðin í fvrra var 350 laxar,
auk silungs, þá lítur út fyrir, að selveiðin sé þar
töluvert arðminni og eigi að víkja, einkum þar sem
lax- og silungsveiði ætti um leið að aukast.
Um selinn i Borgarfirði hefi eg áður talað. Á-
Kóði af selveiðum er svo að segja enginn á svæð-
inii milli Álftaness á Mýrum og Akraness, svo það
Þarf ekki að vera áhorfsmál, að gjöra þar allan sel
^friðhelgan. — Útsel þ.ykir fækka, en landsel fjölga
^ svæðinu milli Mýra til Miklaholtshrepps, og útsel-
uUnn segja menn að haldi sig helzt þar, sem fiskur
er úti fyrir (út með Snæfellsnesi).
Á Breiðafirði eru selveiðar stundaðar með fram