Andvari - 01.01.1898, Page 226
220
strönduin, og í mörgum af eyjunum. Eg haföi ekki
tækifæri til að fara út um eyjarnar, en hefi þess i
stað fengið nákvæmar upplýsingar hjá merkum
Breiðfirðingum (t. d. Skúla Sivertsen frá Hrappseý
og Snæbirni Kristjánssyni í Hergilsey). Bæði látur-
selur og útselur ganga inn um allan fjörð, alveg
inn í Hvammsfjarðar- og Gilsfjarðar-botna. Þannig
sagði Sigurður læknir mér, að 5 selir væru vanir
að liggja við ósinn á Ljá í Dölum árið um kring,
og friðhelgar lagnir eru við ósana á Ljá og Gljá,
en ekkert veitt. Annars er nú minna um sel 1
Hvammsfirði en fyr. Við eyjarnar fyrir Hamms-
fjarðarmynni lifir selurinn mest á hrognkelsum, og
rifur einnig of't flyðrur, og Hafliði sál. í Svefneyjum
segir (Suðri II. 19 og III. 6), að við Vestureyjar rifi
útselur mjög flyðrur, og láturselurinn þyrskling-
Vöðuselur kom oft áður á Breiðafjörð, en sést þiir
nú ekki.
1 Eyrarsveit er engin selveiði og heldur ekki
í Helgaf'ellssveit, né í eyjunurn þar úti fyrir. A
Skógaströnd er nú heldur ekki nein veiði.
Á Fellsströnd er insti selveiðabær Staðarfell-
Þar hefir selveiði aukist mikið á síðari árum,
vejðast þar nú að jafnaði um 100 vorkópar ognokkr-
ir haustkópar. Á Ytrafelli og Kjarlaksstöðum nokkr-
ir vorkópar og 2—3 haustkópar; í Dagverðarnesi 10
vorkópar; i Arnarbæli 20—30 vorkópar. í eyjunum
fyrir Hvammsfjarðarmynni er veiðin þannig: 1
Purkey nokkur vorkópaveiði; f Hrappsey 4 — 6 vor-
kópar; í Langey fremri um 20 vorkópar, og veið-
in eykst. I Gassaskerjum eru frá Fagurey veid6ir
veturgamlir vorkópar með írekstri, þ. e. nót er lögð
fyrir vik eitt, er gengur inn í skerið, og selur sá,
sem uppi liggur, rekin ofan í nótina. Þetta er !l^