Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 228
222
sú veiði þykir ekki svara kostnaði. — Selveiðin
stendur nokkurn veginn í stað.
Samkvæmt verzlunarskýrslunum hafa á árun-
um 1885—94 verið fluttar út sels-afurðir frá Stykk-
ishólmi fyrir um 15250 kr., og frá Flateyog Skarð-
stöð til samans fyrir um 37400 kr., eða alls af
Breiðafirði fyrir 52650 kr. Hafliði sál. í Svefneyj-
uin segir, að 1884 hafi veiðst á öllum Breíðafirði 350
haustkópar (sem mun vera nálægt því, sem nú er
talin meðalveiði), er hann metur á 10 kr. hvern.
Skúli Sivertsen reiknar vorkópinn 3 kr., og haust-
kópinn 9 kr. — Að fara að gjöreyða sel á Breiða-
flrði, er ekki hugsanlegt né ráðlegt að svo stöddu.
Eflaust gjörir hann töluvert tjón á hrognkelsum,
þyrsklingi og flyðru um þessar slóðir, og töluverðar
hrognkelsa-og flyðruveiðar eru þar viða (sjá slðar),
og þær mundu að líkindum aukast, ef selur hyrfi-
Að styggja sel burtu frá þeim stöðum, sem litlar
selveiðar eru, en töluverðar fiskiveiðar (t. d. fra
Hvammsfjarðareyjum), væri ekkert á móti að gjöra
(ef það ekki bagar æðarvarp um leið). Hann mundi
þá því fremur leggjast að triðhelgu stöðunum.
IV. Fiskiveiðar í sjó
eru stundaðar víða á þessu svæði, en þó mjög niis-
jatnt; sumstaðar eru þær aðalatvinnuvegurinn, en
annarstaðar eru þær að eins hafðar i hjáverkutn.
Alment má segja um fiskiveiðar (sérstaklega þorsk-
veiðar) hér, að veiðitíminn byrjar seinna en við
Faxaflóa sunnanverðan og austanfjalls, og kemur
það af því, að fiskurinn gengur hér yfirleitt nokkru
síðar á vetri að landinu en á hinu svæðinu; er ÞV1
síðasti hluti vetrar, frá marzlokum og vorið frani t
sumar, bezti aflatíminn. Fisktegundir þær, er veið'