Andvari - 01.01.1898, Side 233
227
á grunn, en eftii' það fór hann að ganga á grunn
við Suðurmýrar, og vilja menn álíta, að Frakkar
hafi haldið honum á djúpi með niðurburði.
í Miklaholtshrepp var áður útræði nokkurt í
Skógarnesi, en er nú ekki. Voru upphaflega brúk-
uð haldfæri og legið við stjóra. Stefán Bachmann
tók fyrstur upp lóð þar og aflaðist miklu betur á
hana en áður var vant að aflast á færi. Beitt var
kræklingi (sem nokkuð er af við Skógarnes) og
niaðki (sem mikið er af í Straumfjarðarós og hjá
Stakkhamri). Vorið var aðalveiðitiminn og aflaðist
einkum ýsa, lúða og þorskur. Menn gjörðu sér von
urn afla, þegar fiskaðist í Mýrasjó. I vor hefði fisk-
ast þar, ef róið hefði verið, því Mýramenn fiskuðu
' Skógarnesleir. — Á Stakkhamri, yzt í hreppnum,
er og útræði, en veiðar lítið stundaðar.
í Staðarsveit var áður útræði frá Krossum, úr
Tungu- og Garðaplássum (pláss=hverfi), og frá Búð-
um (Frambúðum) var sjór stundaður mikið, og eru
þar viða sjóbúðarústir. Veiðum hagaði þar lfkt og
við Skógarnes. Nú er þar lítil sjósókn. — Jóhannes
í Syðrigörðum er nýkominn þangað i sveit af Álfta-
Uesi. Hann hefir byrjað að brúka þar lóð, sem áð-
Ur var þar eltki, hefir aflað vel á hana, en skemst
hefir hún mikið, af því botn er mjög grýttur.
Dýpstu fiskimið voru þar áður á 30 föðmum, en
hann hefir róið 3—4 mílur út á 40—50 faðma djúp,
°g aflað þar vel, þótt ekki hafi orðið vart á grunni.
■Mest aflast af þyrskiingi, stútungi og stór-ýsu, og
%ðra og skata heflr fengist allvel áður á skötulóð
°g færi, en lúðan þykir hafa þorrið þar mikið síðan
eQsk lóðaskip tóku að fiska þar; áður fengust hleðsl-
at henni á grunni. Til beitu er hafður sand-
15*