Andvari - 01.01.1898, Page 235
229
alveiðitíminn er nú síðari hluta vetrar og vorið.
Vorvertíðin (fyrri vertiðin) byrjar í miðjum einmán-
uði. Nú ganga á vorin 4 fjögramannaför frá Helln-
um og 3 frá Stapa; bátar þessir eru mjög smáir
(8—9 álna langir) og mjög' kjölstuttír (lotalangir) og
naumast færir til sjósókna á djúp, nema gott sé veð-
ur Bæði hér og annarsstaðar kring um Jökul er
brúkaður einkennilegur stjóri, er nefnist »kraka«,
trégrind uppmjó, með krosstré að neðan og fvlt
með grjóthellum. Þykir liún hentug í hraunbotni
þeim, er þar er viða. Hún er brúkuð, þegar farið
er í drátta-(flyðru- eða skötu)legur; annars er fiskað
við andóf. Nú brúka menn eingöngu haldfæri með
blýsökknm og smáum síldarhneifum, og beita ein-
göngu ljósabeitu og krækja fiskinn. Landbeitu (skel
og maðk) vantar algjörlega á öllu þessu svæði, en
síld og smokk verður oft vart við og sandslli nóg,
en hvorugs hafa raenn getað aflað sér enn. Tilraunir
til að veiða hrognkelsi hafa ekki lánast vei á
Hellnum, vegna strauma og brima; en á Stapa lieíir
nokkuð aflast af þeim. Vanalegar smáönglalóðir
hafa menn reynt, en ekki getað brúkað þær vegna
þess, að botn er mjög hraunóttur og föil hörð. Með-
an afli var góður, voru á Hellnum brúkaðar 2—3
hndr. drátta (hauka)lóðir með smáhneifum og iagðar
á leirbletti, en menn höfðu á þeim ímugust og álitu,
að þær fældu fisk burt, og að ekki þýddi að leggj-
nst þar til að íiska, er lóðir höfðu nýlega verið. Sá
ftskur, sem nú aflast helzt, er þyrsklingur og stút-
Ungur, sem gengur á grunn á vorin, en dregur sig
á djúp á haustin. Siðan 1886 hefir aldrei orðið vart
v'ð neinar þorskgöngur, nema slæðing af mögrum
hski, er kemur upp úr djúpi um sumarmál. 4 ár
Þar næst á undan varð ails ekki þorskvart. A