Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 245
539
gæ.tu menn náð í þar eins vel og í Faxafióa sunn-
anverðum. Smokk mætti líklega veiða þar.
Hverjar orsakir eru til þess, að fiskur livarf af.
tniðum sunnan undir Jökli, er ekki gott að peta sér
til, en víst er það, að selur hefir ekki fælt fisk það-
nn, eins og eg hef heyrt merka menn segja, þvf
eftir því sem eldri menn undir Jökli sögðu mér,
hefir aldrei í manna minnum verið neinn selur þar
að ráði, eins og líka hinar sæbröttu skerjalausu
strendur benda á. Ekki þarf heldur að kenna veið-
ai’færunum um (t. d. þorskanetum eða botnvörpum),
og ekki neinum veiðisamþyktum, og varla heldur
ótlendingum. Orsakirnar eru vfst allar aðrar. Eins
og eg hef áður minst á, eru líkur til, að nokkur
fiskur sé oft fyrir sunnan undir Jökli, líkt og norð-
an undir, en allur útvegur og sjósóknir eru nú í
svo mikilli deyfð, að ekki er von að mikið aflist.,
þar sem beituskortur bætist við. Og komi nokkur
fiskileysisár í röð í einhverri veiðistöð, fylgir oft-
ast annað ólán með; útróðramenn snúa bakinu við
henni og heimilisfastir menn fiytja ef til vill burt,
°g það oft ötulusu mennirnir, svo fljótt dregur úr
sjósóknum, og komi svo fiskur á ný, er hætt við að
þeir, sem eftir eru, hafi ekki magn til að ná i hann.
Veiðistöðurnar norðan undir Jöklinum mega nú
eflaust teljast með betri veiðistöðum iandsins og
’benningu allri fer þar vel fram, og má það vfst
úiest þakka nokkrum heiðursmönnum, sem gengist
hafa fyrir þvi að stofna barnaskóla i Ólafsvik og á
‘^andi, og með því að koma á fót bindindisfélög-
Urn stemt stigu fyrir óreglu, sem áður hafði borið
^Umikið á.
En eiga þá plássin sunnan Jökuls sér eigi við-
reisnar von ? Jú, það hygg eg eflaust, að minsta