Andvari - 01.01.1898, Page 248
242
miklar leirur eru og kyr sjór. Sandmaðkur er þar
mjög mikill. Eg sá þar á fjörum mikið af krækl-
ingsskeljum, smyrlingum, hörpudiskum, kuðungum
og nokkrar marglyttur. Menn segja, að Breiðifjörð-
ur grynki nokkuð, að minsta kosti við Vestureyjar.
Eg hefi heyrt merka menn hér geta sér þess
til, að þorskur ef til vill mundi gjóta fyrir norðan
land, og væri ekki ómögulegt að svo væri, ef hitinn
i sjónum er þar nægilegur fyrir viðgang hrognanna.
Til þess að reyna að leysa úr þessari spurningu,
sneri eg mér til skipstjóranna á »Thyru«, Garde og
Ryder, og bað þá um að draga fyrir mig háf á eftir
skipinu á nokkrum stöðum fyrir norðvestan og norð-
an land á fyrstu ferð »Thyru« norður fyrir land.
Þeir urðu svo vel við þessari bón minni, að þeir
drógu netið bæði á ferðinni norður fyrir og svo á
næstu ferð »Thyru« norðan fyrir frá Höfn. Skýrsla
sú, sem kapt. Ryder gaf mér, var þannig : 1. apríl
1897, Isafjarðardjúp, smákrabbar, engin egg ; 2. apr.
Húnafiói, að eins smákrabbar; 3. apríl, á Skagafirði
út undir Þórðarhöfða, engin egg; 4. apríl, á Eyja-
firði, fyrir utan Hrisey, engin egg; 26. maí, út af
Seyðisfirði, að eins diatómeur; 26. maí, við Langa-
nes, diatómeur ; 1, júní, ísafjarðardjúp, diatómeur.
Þeir fundu þannig engin hrogn, og þó ná þessar
kannanir þeirra yfir þann tíma, er þorskur gýtur á
hér við land, að marzmánuði undanskildum, en vita-
skuld leið svo langt á milli kannana (4. apríl til 26.
maí), að þorskur hefði getað gotið og eggin ungast
út á þeirn tíma, en þá hefðu ungarnir átt að finn-
ast. Þessar fáu kannanir eru ekki full sönnun, og
svo gætu verið áraskifti að þessu. í öðru lagi sýnir
þetta, að egg eða ungar hafa ekki borist með
straumum sunnan fyrir land til Vestfjarða eða norð-