Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1930, Side 16

Fálkinn - 20.12.1930, Side 16
16 F Á L K I N N ■Miiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiima m m ÞAÐ BESTA! Scanðla eldavlelar. Hjer á landi hefir engin elda- vjelategund fengið jafn langa og víðtæka reynslu og »S c a n d ia «, enda er hún viðurkend fyrir gæðl og sparneytni. Margar stærðir ávalt fyrirliggj- andi, emaileraðar og óemailer- aðar. Svendborgar ofnar. Höfum ælíð fyr- irliggjandi margar stærðir og gerðir af ofnum frá L. Lange & Co. A/S. Svendborg. Svendborgar þvotta- pottar. Emaileraðir og óemaileraðir. Margar stærðir. ■■ Johs. Hansens Enke. Sími 1550. H. Biering. Laugaveg 3. E ■iiiiiiiiiiiiiiiimmiiimimmiiiHiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiHiiaiiiiS s s Kærkomin jólagjöf til konunnar: Rafmagnsvjel, sem unnið getur öll erfiðustu hús- verkin fyrirhafnar og áhyggjulaust fyrir þann, sem eftir henni lítur. Sker og liakkar lcjöt og fisk og sneiðir niður alt sem með þarf. Hrærir alskonar sósur og deig, þeytir egg, rjóma og annað er þeyta þarf. Kreistir vökva úr ávöxtum, mylur ís, malar kaffi og margt inargt fleira. Þetta gerist mikið fljótar og helur en þegar það er gert með handafli. Vinnan verður mikið skemtilegri. Konan getur gert ein það sem hún áður gerði með stúlku eða kemst af með eina stúllcu í stað tveggja. Lítið á þessi áhöld, það kostar ekki neitt. 1 Eiríku r ;Hjartarson. I Laugaveg 20 Sími 1690. ■iiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimma 8.15. Við höf'ðum verið 6 tíma 35 mínútur frá Færeyjum til Reykja- víkur. Alls höfðum við verið 15 M: tíma á flugi frá Mount Batten til Reykjavikur. Einn af bátum her- skipsins Rodney kom út til okkar og var jjar um borð Walter Sigurðsson konsúll Breta og formaður flugfje- lagsins íslenska. Við fórum í land og fengum hinar hjartanlegustu við- tökur og hinir tveir menn, sem tóku á móti okkur fóru með okkur til miðdegisverðar á Hótel Borg. Þegar jeg var seinast á ferð hjer var Hótel Borg ekki til. En þessi bygging er eitt tákn framfaranna á íslandi. Þrátt fyrir það að efnivið allan varð að fá frá útlöndum og að veturinn er langur þó að hann sje ekki altaf strangur, var þessu stórhýsi komið upp á 18 mánuðum. Þar er alt með nýjustu tisku og skreyting öll i sam- ræmi við það allra nýjasta í listinni. Þar eru herbergi með sjerbaði, raf- knúnar lyftur, simar á öllum her- bergjum og í raun rjettri er gistihús þetta fullkomnara en i flestum með- alborgum í Englandi. Á íslandi er áfengisbann. Þar var lögleitt bann áður en Ameríkumenn settu bann hjá sjer, og var það al- gert bann, en síðar var lögunum breytt þannig, að nú eru aðeins bannaðir brendir drykkir og bjór, en allskonar vín fæst hjá einkasölu ríkisins. Meðan á hátíðahöldunum stóð var útsöiunni lokað. Stjórnin tók líka á leigu tvö aðalgistihúsin, Iiotel Borg og Ilótel ísland, handa fulltrúum þeim, sem komu á hátíð- ina víðsvegar að. Það er bágt að segja hvernig far- ið hefði um okkur meðan við dvöld- um á íslandi, ef við hefðum ekki not- ið hinnar ágætu gestrisni og aðstoð- ar Walters Sigurðssonar. Við vorum gestir stjórnarinnar og bjuggum á Hotel ísland. Daginn eftir fórum við svo til Þingvalla á Alþingishátíðina, en henni ætla jeg ekki að lýsa, því að það hefir verið gert betur ann- arsstaðar. Næstu tvo dagana flugum við yfir Þingvelli. Var aðdáanlegt að sjá um- hverfið og alia tilhögun úr loftinu. Það sem einkum vakti athygli, að frátöldu hinu stórfenglega landslagi á Þingvöllum, var hið góða skipulag á tjaldborginni miklu. Fyrir frágang allan á Þingvöllum finst mjer allir aðstandendur og ísland i heild eiga mikla viðurkenningu skilið. Hugsurn okkur þjóð, sem telur aðeins rúm 100.000 íbúa með höfuðborg, sem telur tæp 27.000 ibúa eiga að taka á móti 35.000 manns úti á bersvæði. Það er álika eins og Lundúnabúar ættu að taka á móti 10 miljónum manna i einu! Máske þykir samlík- ingin heimskuleg, en hagfræðingar og reikningsmenn munu þó sam- þykkja, að hún sje talfræðilega rjett. Að vísu gistu margir um borð i skip- um þeim, sem þeir komu á, meðan slaðið var við í Reykjavík og gest- um var komið fyrir i húsum ein- staklinga annarsstaðar, en á Þing- velli þurfti að sjá fyrir öllu, þar var ekkert fyrir. Og þó vantaði ekkert og maður gat fengið alt, sem maður vildi, hvort heldur var myndafilma eða matur. Þar var simi, þar lækn- ir o. s. frv. Á einni ljósmyndinni, sem hjer fylgir eru tvö og tvö tjöld saman og sjást því alls á myndinni 1486 tjöld. Það sem jeg undraðist mest með- an á hátíðinni stóð var, hve góð regla var á fólkinu og að hvergi urðu tilfinnanleg þrengsli þrátt fyrir allan þennan fjölda. Og hve prúð- lega allir komu fram. Þó að fólk stæði þjett var hvergi æsingur nje stympingar og allir gátu jafnan hliðrar til fyrir þeim, sem fram hjá gekk. Hvergi hrindingar nje lianda- gangur, eins og hafa mundi orðið í hverju landi öðru, sem jeg þekki. Og af þessu leiddi, að alt gekk miklu greiðar en ella, að jeg ekki tali um hve miklu ánægjulegra alt varð fyrir bragðið. Með þvi að jeg hafði komið til ís- lands áður vakti það ekki furðu mina þó að eins bjart væri um mið- nættið eins og er í Englandi um kl. 8% að kveldi um sólstöðurnar. En jeg man, hversu skritið mjer þótti þetta í fyrsta sinn, sem jeg kom til íslands. Það er afar erfitt að komast i bólið. Manni varð litið á úrið sitt um klukkan eitt eftir miðnætti og vissi, að klukkan gekk rjett. En manni fanst hún ekki vera meira en rúmlega niu. Herskipið Rodney lá i Reykjavík meðan á hátíðinni stóð og áttum við þar hinni mestu gestrisni að fagna. Áður en við fórum gerðum við skemtilega ferð norður á bóginn vestur yfir Snæfellsnes og Breiða- fjörð. Þetta er tilkomumesta flug- ferðin, sem jeg hefi farið, svo var landslaginu fyrir að þakka. Jeg á ekki nein orð til að lýsa þvi. Meðan við stóðum við á íslandi fórum við nokkrar bílferðir, t. d. austur að Grýlu og svo i silungs- veiði. Er ísland frægt fyrir silungs- ár sínar og laxár. Áður en jeg lýk þessu máli mínu ætla jeg að segja í fáum dráttum frá heimferðinni. Jeg hefi sagt ítar- lega frá ferðinni til íslands og því get jeg nú farið fljótt yfir sögu. Við ákváðum að leggja upp að morgni 2. júli. Fórum á fætur klukk- an 5 og fengum viðurskeyti kl. 6 frá Vestmannaeyjum. Það var fremur kalt og dimt í lofti og lítill kaldi úr suðvestri. En ágætt í sjó. Skipshöfn- in, sem gisti á Hjálpræðishernum, var ekki komin, en til allrar lukku hafði þó einn þeirra vaknað og vak- ið hina. Við fórum um borð kl. 6.30 og komum fyrir pjönkum okkar, þar á meðal mörgum sútuðum gæru- skinnum, sem flugmennirnir höfðu keypt til minningar um eina skemti- legustu flugferðina, sem þeir höfðu farið og um hinar ágætu viðtökur, sem við höfðum fengið. Hreyflarnir voru settir á stað kl. 7.45 eftir Reykjavíkurtíma, (en úr þcssu nota jeg Greenwich-tima). Ivlukkan 8.45 yfirgáfum við innri liöfnina og náðum veðurfrjett frá Færeyjum. Herskipin Rosemary og Rodney höfðu farið um miðnætti. Við vorum dálitla stund að taka veð- urskeytið, en ljetum svo í loft kl. 9.25 og flugum tveimur mínútum síðar yfir Reykjavík í 500 metra hæð. Það var ekki nógu lieiðskírt til þess að fljúga yfir Reykjanes eins og við höfðum gert þegar við komum. I>ess- vcgna flugum við fyrir nesið. Leiðin að Reykjanestá var um 22 mílur, en þaðan til Vestmannaeyja 77 mílur enskar. Jeg var þreyttur og verð að viðurkenna, að jeg svaf mest af þess- ari leið. Til Vestmannaeyja komum við kl. IOV2. Þar var sólskin en þó talsvert skýjað. Talsverð alda og ó- kyrð í loftinu. En útsýni gott. Við urðum að fljúga afar lágt fyrst um sinn. í 500 fcta hæð rákum við okk- ur á þjelt ský og kl. 1.10 lentum við í þjettari þoku og urðum að fljúga í aðeins 100 feta hæð í 5 mín- útur, yfir mjög ólgandi sjó. Sem betur fór gengu hreyflarnir ágætlega. Kl. ÍV2 varð þokan enn þjettari og urðum við nú að fljúga i aðeins 50 feta hæð. Þetta var ekki þægilegt fyrir þá, sem sátu við stýrið, en jeg sem farþegi gerði mjer enga rellu út úr þvi. En kl. 2% var komið besta veður og sólsin og aðeins ljett- skýjað og nú var flogið í 800 feta hæð. Síðan við fórum á stað hafði vindstaðan ekki aðeins breytst; hún hafði farið allan hringinn, frá suð- vestri til norðausturs og svo áfram og suður á bóginn aftur. Við höfð- um tekið stefnuna beint frá Vest- mannayjum til Stornoway; er það mcð lengsta viðstöðulausa flugi á flugbát. Með því að eldsneytisnotk-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.