Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1930, Page 19

Fálkinn - 20.12.1930, Page 19
F A L K I N N 19 Okyrra Jeg man eftir þvi einu sinni i œsku minni, að jeg heyrði fólk vera að tala um einhvern, sem læknirinn hafði sagt um að hefði „fæðst tauga- veiklaður“. Það var eigi aðeins hinn viðkvæmi barnshugur minn, sem greip þetta með hirini mestu undrun, fullorðna fólkið talaði einn- ig um það eins og eitthvað sjerlega nýstárlegt. Taugaveiklaðir urðu all- ir meira og minna með árunum i argi og ragi lifsins, en að vera fædd- ur og alast upp þannig, það hlaut að vera hörmulegt. Nú er það ekki eingöngu algengt að börn eru taugaveikluð, heldur má segja, að svo að segja í öllum elnaðri fjölskyldum sjeu ungbörn, sem bera órækt merki þessa nútíma kvilla. Og læknarnir hafa við orð að börnunum sje hættara við tausa- barnið. mjög vel gefinn, skemtilegur i við- móti og fullur af hrekkjabrögðum. Öllum ókunnugum, sem komu á heimilið fanst hann tvímælalaust skemtilegastur barnanna; það kann líka vel að vera, að hann verði dug- legastur að koma sjer áfram í ver- öldinni. Þetta er eitt hinna taugaveikluðu barna; annars kemur það fram á ótal mismunandi hátt, ekki síst í ýmsu, sem er þannig lagað, að móð- irin yrði að vera mjög læknisfróð ef hún ætti að sjá, að það væri af þeim rótum runnið. Taugaveiklaða ungbarnið. Þegar um taugaveiklaða „skælu- barnið" er að ræða getur móðirin nokkurn veginn sjálf sagt sjer til um hvað er á seiði. Barn, sem fær rjetta truflunum, vegna þess hve veikbygð þau eru, heldur en okkur fullorðna fólkinu og að við sjeum ef til vill aldrei eins taugaveikluð eins og fyrstu árin og geti það svo farið batnandi, sje hamingjan okkur holl. Hvernig taugaveiklunin kemur í ljós. Jeg þekki konu, sem á níu börn. Átta þeirra eru hæg og stilt og ef svo má segja stoð og styttur for- eldra sinna frá þvi þau fæddust. En hið niunda, drengur, sem raunar var einhversstaðar í miðjum hópnum var á annan veg. Tveggja ára göml- um tókst honum að brjóta upp hurð- ina á myrkrastofu þeirri er hann hafði verið settur inn i til að bæta fyrir brot sín. Og áður en hann var þriggja ára var hann kominn upp á að berja með andlitinu i þilið á barnaherberginu svo hann fjekk blóðnasir í hvert skifti, sem hann vildi fá vilja sínum framgengt. Hann var matvandur, hélt vöku fyrir systkinum sinum frá því kl. 5 á morgana og hafði alveg sjerstakan hátt að erta föður sinn á. Hann olli móður sinni meiri áhyggjum en öll hin átta til samans. Annars var hann fæðu, er hlýlega klætt og er heil- brigt en linnir aldrei á skælunum, er vanalega hossað og dekrað við þangað til það seinast skælir af ein- tónnim leiðindum. Hvað svefnleysið snertir, sem læknarnir telja svo hættulegt ungbörnunum, vitum við vel hvaða þýðingu það hefir. Aftur á móti er okkur það ekki eins ljóst þegar um er að ræða taugaveikluð hörn, sem ekki vilja eta, hvað sem í boði er og hvernig sem að er farið. Það hefir valdið margri samvisku- samri móðurinni hinna mestu kvala ekki síst þegar komið er svo langt að barnið ekki eingöngu lcastar upp þeiin mat, sem tekist hefir að fá það til að neyta, heldur jafnvel svo að segja því, sem það ekki hefir neytt. Þessi megna ólyst kvað geta stafað alt frá fyrstu máltíðinni við móðurbrjóstið, og haldi foreldrarn- ir því við með að neyða matnum ofan i börnin kvað þessi ólyst geta lialdist fram á fullorðinsár. En öllu þessu er þó þannig varið, að hygginn og viljaföst móðir á að geta komið i veg fyrir það. Urlausn- in er ró og næði, skipulag á hinum mismunandi þörfum barnsins og festa við það sem er barninu holt og gott. En hve miklu hægra er að gefa heilræðin en halda þau. Við tökum ekki ósjaldan til þeirra bragða núna, mæðurnar, að láta læknirinn koma með svefndropa, og þvi hafa barnalæknar okkar nú á tímum ekkert á móti, já, það virðist meira að segja svo sem sumir læknarnir örfi fólk á að taka inn svefnmeðöl, jafnvel á æskuskeiði, til þess að koma i veg fyrir svefn- Ieysið. Svo eru það aðrir Ungbarnasjúk- dómar, hægðartregða og magaveiki, húðsjúkdómar, krampi og ýmislegt nnnað, sem mæðrunum dettur ekki i hug að kenna taugunum um, nema þær hafi aflað sjer einhverrar þekk- ingar í heilsufræði og læknisfræði, og það hafa margar mæður nú á tímum gert að einhverju leyti. Taugaveiklun á stálpuðum börnum. En biðið nú við, það á eftir að versna. Eitt er „fituveikin" sem svo hefir verið kölluð, og scm margir liafa hingað til álitið stafa af of miklu köku og sælgætisáti. En nú §r komið á daginn að þetta er eingöngu taugasjúkdómur, sem að miklu leyti á orsök sína í hinum miklu áhrifum,

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.