Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 21
[vaka]
NÝ ÚTGÁFA ÍSLENZKRA FORNRITA.
15
ljúí't og skylt að geta þess, að danskir og sænskir
fræðimenn á vorum dögum virðast hafa fullkomlega
horfið frá því óráði að helga sér fornbókmenntir vorar.
Öðru máli gegnir um Norðmenn. Þeim hefir alltaf ver-
ið illa við orðið „oldnordisk“, en ekki hefir þeim geng-
ið gott til, því að þeir hafa sett orðið ,,norsk“ eða „nor-
rön“ eða „gamal-norsk“ í staðinn. Og enn í dag eru
sumir þeirra geysi-digurmæltir um gamal-norsk bokverk
og svo opinmynntir og örmálugir um bókmennta-afrelc
s í n í fornöld, að margir útlendir fræðimenn virðast
hafa sannfærzt af hávaðanum einum saman, enda ein-
kenna t. d. Hollendingar og Englendingar oft fornrit
vor með orðunum „oiid-noorsc.h“ (sem þó stundum
er haft í sömu merkingu og ,,old-nordisk“) og ,,old-
norse“. Þetta oflæti og ásælni Norðmanna er þeim
mun skaðlegra sem þeir hafa fleiri útispjót til þess að
halda rangri skoðun á lofti heldur en vér til þess að
verja rétt mál. En einmitt slíkt fyrirtæki, sem hér er
fyrirhugað, er ágætlega til þess fallið að taka af öll tví-
mæli um það, hvort sagnaritun vor og vísindastarf-
semi á lýðveldislímanum sé íslenzk eða norsk. Ætti
hin nýja útgáfa jafnvel að geta sannfært sjálfa Norð-
menn um, að málstaður þeirra í þessu efni er með
öllu óverjandi og ósæmilegur þjóð, sem ber virðingu
fyrir sjálfri sér og sannleikanum. Norðmenn hafa
sjálfir viðurkennt, að hin glæsilega þjóðreisn þeinra á
19. öld, eftir margra alda ófremdar-ástand, sé ekki
hvað sízt fornritunum að þakka. Þeir hafa lesið sög-
urnar sér til sálubótar, en því miður ofmetnazt um
leið að ástæðulausu og ruglazt svo í ríminu, að þeir
hafa gert eitt áhlaupið á fætur öðru til þess að
hnekkja auðsæjum og óyggjandi sögulegum sannleika.
Og enn þrýtur þá ekki ójöfnuðinn, því að enn halda
sumir þeirra þessari ónýtis-iðju áfram. Þó er sjálf-
sagt að geta þess, að ekki eru alJir Norðmenn sama
marki brenndir um þennan ófyrirleitna ofsa og rang-