Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 85
[vaka]
UM BYLTING BOLSJEVÍKA.
79
þessa kenningu með spámannlegu hirðuleysi um skyn-
samleg rök og' Lenin prédikaði hana sem óyggjandi vís-
indalega ályktun, sem „vissuleg sannindi“, er engum-
heiðvirðum og hreinlífum flokksmanni leyfðist að ef-
ast um, hvorki leynt né ljóst. Enda þreytast kommún-
istar aldrei á að þylja þessa trúarjátningu fyrir hverj-
um sem heyra vill.
Hvernig eru nú þessar ugglausu fullyrðingar rök-
sluddar? Lenin hefir reynt að gera það, og fer því bezt
á, að hann hafi sjálfur orð fyrir sér. Hann kemst svo
að orði, að þegar rætt sé um framtíðar-þjóðfélagið,
megi menn ekki hafa í huga „hinn óskynsama mann,
sem nú gengur um götuna og er vís til að spilla verð-
mætum þjóðfélagsins án allra íhugunar og heimta það,
sem ókleift er að veita honum“. Og enn segir hann:
„Þá er allir, — eða þótt ekki sé nema meiri hluti þjóð-
félagsins, — hafa lært að stjórna ríltinu, hafa tekið það
verk í sínar eigin hendur, hafa tekizt á hendur að hafa
aðhald á hinum óverulega minni hluta auðvaldsmanna,
á efna-bændum, sem hafa auðvalds-tilhneigingar, og á
verkamönnum, sem auðvaldið hefir gerspillt, — á því
augnabliki tekur þörfin á valdstjórn að hverfa úr sög-
unni......Því að þá er allir hafa lært að stjórna — og-
stjórna sjálfir raunverulega framleiðslu sameignar-þjóð-
félagsins, þá er allir hafa raunverulega nmsjón og eftir-
lit með letingjum, „heldri“ mönnum, fjárglæframönnum
og öðrum þess háttar „gæzlumönnum auðvalds-minn-
inga“, þá mun óhjákvæmilega verða æ torveldara að
komast undan slíkri almennri skrásetningu og aðhaldi,
svo að þess munu fá dæmi, að það takizt, enda mun
verða hegnt fyrir slíkar tilraunir svo skjótt og skil-
merkilega, .... að n a u ð s y n þess að rækja á öllum
sviðum hinar einföldu grundvallarreglur félagslífsins
mun hrátt innrætast öllum og verða að fastri venju.
Þá er opin leið til þess, að kommúnista-þjóðfélagið hefj-
ist af frumstigi upp á hið annað og æðra stig, og þar