Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 108
ORÐABELGUR.
HÁRIÐ.
SVAR TIL PRÓF. G. F.
„Glóbjart hár um herðarnar
hrökk í bárum niður“.
(Kveðið um Kjartan Ólafsson).
„Það var ég hafði hárið" velur próf. G. F. sér að
einkunnarorðum fyrir allmikilli ádrepu til kvenna í
nóvember-hefti Vöku, og meinlegri málshátt er víst
heldur ekki létt að finna, því að það er bókstaflega
satt. Það var að karlmenn höfðu hárið. Adam kenndi
Evu sina sök, G. F. kennir skaparanum um hárinissi
karla; bæði eru vön við sitt af hverju, svo að ég gel
ekki verið að taka inálstað þeirra, enda syrgi ég ekki
langa hárið karlmannanna, en hví ekki unna konum,
óáreittum, sama frjálsræðis, sem karlar hafa til að
klippa hár sitt?
G. F. finnst eins og hann „reki höndina í eitthvað
dautt og kalt í myrkri", þegar hann sér í blaði augl.
um að konur geti fengið hár við íslenzkan og erlendan
búning, og svo úthellir hann skálum reiði sinnar þar
sem sízt skyldi, nefnilega yfir klipptu kollana.
Nei, það eru vitanlega hinir, sem enn vilja láta „skína
skrautskriður úr
skarar fjöllum“,
sem leita í búðirnar, því að hvort heldur nú er, að
skaparinn sé smátækari á hárið nú en áður, eða hitt,
að kröfurnar eru harðari, þá er sannleikurinn sá, að
fjöldi kvenna verður að velja um lausa hárið eða
drengjakollinn, og þá virðist ekki álita mál að velja
jiað, sem er hreinlegra, þægilegra og fegurra. Miklu
fremur bæri að þakka þeim, sem runnu á vaðið, eða
munu karlmenn ekki hafa verið þeim mönnum þakk-
látir, sem frelsuðu þá frá hárkollunum, „unnum úr
rothári". Annars virðist mér að prófeSsorinn, sein