Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 46
40
l'OUKELL JÓHANNESSON:
[vakaJ
var ekki rýmri en svo, að skreið sú, er Norðmenn
höfðu sjálfir aflögu, nægði fullkomlega til þess að
svara eftirspurninni. Framboð á íslenzkri skreið til
viðbótar hinni norsku gat ekki leitt til annars en þess,
að l^ækka fiskverðið fyrir þeim sjálfum. En það var
ærið lágt fyrir, sem enn skal sýnt verða. Að vísu
bætti það úr skák, að Norðmenn áttu dálítil bein við-
skifti við borgir á Þjrzkalandi, norðan og vestan verðu.
Og fóru viðskifti þessi vaxandi, er stundir liðu, þótt
hægt miðaði framan af. Því norðan og austan til í
Þýzkalandi og í Eystrasaltslöndunum sunnan til var
löngum agasamt mjög um þessar mundir. Bjuggu þar
hálf heiðnar þjóðir, og nýttist lítt eða ekki af frið-
sainlegum viðskiftum við þær, um sinn.
Hélzt svo fram á lj£. öld, að Iítil eða engin breyt-
ing varð á útflutningi skreiðar héðan af landi. Alla
þessa stund var landbúnaður megin-atvinnugrein ís-
lendinga, og þjónaði útvegurinn því nær eingöngu
undir þarfir hans.
Eftir aldamótin 1300 verður allmikil og fremur
skyndileg breyting á þessu. Og sökum þess, að um-
skifli þessi höfðu mjög gagnger áhrif á atvinnuhagi
vora — og auðvitað fyrst og fremst á sjálfan sjávai-
útveginn — þá þykir rétt að drepa hér stuttlega á til-
drög þeirra.
Vér vitum með vissu, að skreið var útflutnings-
vara í Noregi á 12. öld, og að likindum löngu fyr1).
Höfuð-kaupeyrir landsins var þá þegar skreið og síld
— auk grávörunnar, sem var dýr og eftirsótt vara frá
fornu fari. Fluttu Norðmenn skreiðina sjálfir til Eng-
laiuls, en ella sóttu til Noregs bæði enskir og þýð-
verskir kaupmeivn til skreiðarkaupa. Á síðara hluta
13. aldar gerðist hin harðasta keppni milli þessara
þjóða um Noregsverzlunina, og tókst Hansa-sam-
1) Sverris saga; sbr. liugge bls. 2—9; Egils. c. 17.