Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 117
i vaka]
RITFREGNIR.
111
hans og tilbreytingu", (l)Is. 4(il). Er þetta nið eða álas
eða bara rangur dómur? Mér virðist það ekki. Ljóð-
mælin, eins og þau þá lágu fyrir, taldi hann aðeins
,,brot“ úr skáldskap Matthiasar.
Loks er fyrirlesturinn um „Menntunarástandið á
íslandi", og getur hann verið oss þörf hugvekja enn
í dag. Höfundurinn byrjar á þeirri réttmætu staðhæf-
ingu, að það sé engin menntun, þótt menn almennt
kunni að lesa og skrifa, — það sé aðeins lykill að
menntabúrinu. Þá séu fornsögurnar, sem þjóðin lengst
hafi lifað á; — þær séu góðar, en þær séu ekki holl
fæða einvörðungu; vér þurfum að eignast nýrri bók-
menntir og þá einkum fræðibækur. En fátt sé gefið út,
þvi flestir séu hættir að lesa og samt orðnir fullir hjá-
trúar á ýmisskonar framfarabrauk, er jió sé ekki annað
en fálm út i loftið af því, að menn skorti raunverulega
þekkingu. Fyrst hafi það verið trúin á námurnar, þá
trúin á vélarnar, þá trúin á búnaðarskólana og nú sið-
ast trúin á alþýðuskóla. En enginn hugsi um það, að
nú þurfi fyrst nýtízku-bókmenntir á niálinu. Hann
hefir og Iitla trú á háskóla, ef hann verði aðeins em-
bættaskóli: ,,Ef ræða væri um að stofna almennilegan
háskóla — þó að ýmsu leyti væri ófullkominn — þar
sein kennd væru ekki aðeins brauðvísindi, guðfræði,
Jög og læknislist - já, þá væri allt öðru máli að gegna;
þa gæti sú stofnun orðið verulegur gróðrarreitur fyrir
menntalíf og andlega uppbyggingu í landinu. En það er
ekkert hætl við, að íslenzka fjárveitingarvaldið tími að
leggja fé fram til slíkrar stofnunar", (bls. 420).
Eins og jiá stóð á sá Gestur ekki annað ráð en að
styrkja menn af opinberu fé til ritstarfa og útgáfu
góðra hóka. En, ef Gestur liefði lifað nú, mundi hann
sennilega hafa talið gott ríkisútvarp og útgáfu fræði-
bóka, styrkta af ríkissjóði, með öfluga ríkisprentsmiðju
að baki, sem prentaði allt, er þing, stjórn, háskóli og
fræðafélög þyrftu að láta prenta — öflugasta menn-
ingar- og menntunartæki nútímans. Eins og þá var
ástatt, virtist honum ekkert vera orðið eftir al' þjóðerni
voru nema bara málið, — „þetta sterka mál, sem er
eins og skapað til þess að Iýsa stórum hugsunum, en
sem flestir eru hættir að hugsa á; þetta hljómfagra
mál, skapað til þess að vekja alla sofendur, sem nú
liggur þögult eins og brotinn lúður á jörð, sem enginn