Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 73
[vaka]
UM BYLTING BOLSJEVÍKA.
67
í formála, sem Fr. Engels ritaði fyrir nýrri útgáfu af
kommúnista-ávarpinu 1882, kemst hann svo að orði:
„f byltingunni 1848—184!) var það eina björgunarvon einvalda
og auðinanna í Evrópu, að Rússakeisari skærist i leikinn og kúg-
aði öreigalýðinn, sein var að vakna til meðvitundar um mátt
sinn. Það var viðurkennt, að Rússakeisari væri foringi aftur-
haldsins. Nú situr hann í Gatschina sem herfangi byltingar-
manna, en Rússland er orðið forvigisland byltingarinnar í
Evrópu.
Hlutverk kommúnista-ávarpsins var að lýsa því yfir, að dag-
ar borgaralega eignarréttarins væru taldir. • En á Rússlandi er
meirihluti jarðarinnar ennþá i sameign bænda, enda þótt borg-
aralegi jarðeignarrétturinn sé þegar farinn að gera vart við sig
og auðvaldinu fleygi fram.
Allt veltur nú á þessu: Getur sameign rússneskra hænda á
jörðunni, þessi leif gamla sameignarskipulagsins, breytzt í kom-
múnisma án allra millistiga, eða verður Rússland að ganga sömu
götur þróunar sem Vestur-Evrópa?
Eina svarið, sem gefið verður eins og nú horfir við, er þetta:
Ef byltingin á Rússlandi verður upphaf verlialýðsbyltingar i
Evrópu, þaiinig að báðar taki höndum saman, getur sameign
rússneskra bænda á jörð orðið byrjunar-stigið í þróun kom-
múnismans“.
Það er auðsætt, að Engels er í miklum vafa um, hvern-
ig fara muni á Rússlandi og á bágt með að festa fulla
trú á, að rússneska byltingin geti átt samleið við ör-
eigabyltingu í öðrum löndum, sem lengra voru á veg
komin. Það er og alkunnugt, að nálega allir trúaðir
fylgismenn Marx héldu fast við þá kenningu hans, að
bylting öreiganna myndi hefjast í einhverju hinna
miklu iðnaðarlanda. En hins vegar gerðust ný tíðindi
á Rússlandi. Alexander 3. tókst að visu að kúga nihil-
ista-hreyfinguna, en á síðustu áratugum 19. aldar tek-
ur rússneskur iðnaður að blómgast mjög og verða auð-
vitað afleiðingar þess liinar sömu sem í öllum öðrum
lönduin. Fólksfjöldi eykst stórkostlega í iðnaðarbæjun-
um og jafnharðan kemur fram á sjónarsviðið kúgaður
og byltingargjarn öreigalýður, sem vex dagvöxtum. Þeg-
ar keinur fram yfir aldamót, er öllum, sem bera nokk-