Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 57
[vaka] UM ATVINNU ÖG FJÁRHAGI Á ÍSLANDI.
51
niðurstöðu uni skreiðarverð á ýmsum öldum. Þykir
rétt að birta þá niðurstöðu hér, þótt sjálf rannsóknin
sé of umfangsmikil til þess að fylgja stuttum yfirlits-
þætti sem þessum :
Skreiðarverð á íslandi frá upphafi og fram um 17 7í>:
Tímabil
Frain um 1200
— 1300
1350—1400
1420—1550
(1619—1776 eru
Vættir i hundraði (kúgildi)
10 - —
8 - —
6 - —
3% - —
taldar 6 vættir i hdr.).
Hækkun, %
(100)
125
167
286
Þess ber að gæta, að hin gífurlega lækkun skreiðar-
verðsins eftir 1600 er ekki eðlileg. Hún er að miklu
ieyti sprottin al' einokuninni. Þó er rétt að gæta þess,
að skreið var í lægra verði á erlendum markaði á 17.
öld, og auk heldur þegar á síðara hluta 16. aldar, en
áður hafði verið, og lágu ýmsar orsakir til Jiess, sem
ekki er þörf að greina hér. —
Hér hefur nú um hríð verið skýrt frá atvinnuhög-
um vorum á 15. öld og fram um aldamótin 1500. Er
allt kunnara síðan, enda verður hér staðar að nema.
Engum getum skal að því leitt, hversu íslenzkir l>jóð-
hagir hefði staðið í lok 15. aldar, ef atvinnuhættir hefði
haldizt í iíku horfi frá því sem var um 1300. En það
er víst, að Jtótt rétt sé að ætla, að hagstæð verzlun og
gróði af sjávargagni hafi stutt mjög að almennri við-
réttingu fjárhagsins eftir Pláguna miklu, þá varð það
ekki að svo haldkvæmu gagni, sem efni voru raunar til.
Aldarfar, þjóðskipulag og stjórnhættir ollu þar frá upp-
hafi meslu um, en óhöpp og ill örlög bættust þar á
ot'an. Kirkjur og stóreignamenn fleyttu rjómann af út-
veginum með skreiðartollum og vertollum, og höfðu
auk Jiess inikinn útveg sjálfir, er þeir létu landseta
sina og verkafólk starfa fyrir, og græddu á því of fjár.
En Jiað auðsafn kom landsbúinu að iitlu haldi, er því
var að mestu varið til uppeldis mjög fjölmennri presta-