Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 105
[vaka]
HÓKMENNTAÞÆTTIR.
99
ef Teódór skrifaði æfisögu sina hispurslaust, i stað
J>ess að reyna að vinna úr henni skáldsögur, og kærði
sig kollóttan uin aðra lisl en sannleikann, þá myndi
hanu skapa verk, sem seint gengi úr gildi.
Eg hef hér nefnt Teódór sem dæmi þess, að ekki er
allt undirstaða, sem frá alþýðufólki kemur. Þar geta
merkilegir hæfileikar lent á villigötum, ekki síður en
annarsstaðar. Annað dæmi Jjess er nýútkomin bók, 2.
hefti Stuðlamála, sem Margeir Jónsson hefur viðað
efni fil. Enginn vafi er á því, að hér hef’ur margur á-
gætlega gáfaður hagyrðingur lagt orð í helg, og sumir
þeirra eru áður góðkunnir. En hvort sem það er þeirra
eiginn smekkur eða safnandans, sem ræður, þá er yfir-
gnæfandi hluti vísnanna efnislítið glamur. Hringhend-
urnar reka hver aðra, orðin smella, maður hlustar á
klið málsins eins og lækjarnið, en man ekkert að lokn-
um lestri. Yndið við lipurt form hverfur, ef efnið er
ekkert, svo að enga erfiðleika þarf að yfirstíga. Ekk-
ert er auðveldara að yrkja en dýra vísu, ef á sama
stendur, hvað sagt er. Einn kunningi minn hefur t. d.
aldrei ort nema í sléttuböndum, af þvi að þar yrkir
inálið fyrir hann. En um sama leyti og þetta Stuðla-
mála-hefti kom út, birtist Tómasarríma Páls á Hjálms-
stöðum í Leshók Morgunblaðsins. Hún er sumsstaðar
stirðkveðin og ekki laus við lýti á máli og brag. En
efnið er svo veigamikið, að J)að hylur slíkar sinásyndir:
í klölikum lireindýrshornið er,
livar í byrðin togar,
Skriðufells úr skógi hér
skornir flestir ]>ogar.
Geymir vörur vatnslieldur
velunninn og bveginn
liærupoki luildgóður
með högldum saman dreginn.