Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 53
I vaka]
UM ATVINN.U OG UJÁRHAGI Á ÍSLANDI.
47
löngum kennd við Svarta dauöa. Höfuðauðkenni þeirrar
aldar, sem þá í'er í hönd, er mikið auðsafn á höndum
fárra einstaklinga eða ætta, hæði fasteign og lausafé,
og kúgun þessara auðkýfinga við alla alþýðu lands-
ins, meiri en dæmi voru áður til. Er því við dreift, að
auðsafn þetta og auðvald hafi skapazt í Plágunni, er
einstakir menn erfðu ættmenn sína jafnvel allt í fjórða
lið, o. s. frv. Nokkur vafi ætti að geta leikið á því,
hvort hcr sé um að ræða beinar afleiðingar Plágunnar.
Og það er víslega ætlun mín, að hér sé raunar um að
ræða gamlan misskilning á þjóðhögum vorum á 15.
öld. Þykir rétt að athuga þetta nánar, og það því
fremur, er ný athugun í þessu efni ætti að geta varpað
nýju Jjósi yfir þessa öld, sem ella er eitt hið myrkasta
tímabil í sögu vorri. En jafnframt ætti þá að skýrast
og festast mynd sú af umbyltingu atvinnuháttanna,
sem reynt hefir verið að lýsa hér að framan í höf-
uðdráttum.
Því verður ekki á móti mælt, að drepsótt sú, sem
ranglega hefir verið nefnd Svarti dauði og geisaði
hér á Iandi árin 1402 -1404, olli allmiklu raski í þjóð-
félag'i voru. Mannfólkinu fækkaði nálægt því um þriðj-
ung, að því er flestir ætla og næst verður komizt. Og
það er auðskilið mál, að allmiklar erfðir g á t u þá
hafa borið undir einstaka menn. En nú er þess að
gæta, að skýring þessi og skoðun á efnahagsröskun
15. aldar á upptök sín hjá mönnuin, sem álitu, að
mannfallið í Svarta dauða hefði verið miklu meira
en nú er taliö, eða allt að tveirn hlutum þjóðar-
innar allrar. Frá því sjónarmiði er skoðun þessi skilj-
anlegri. En hún er þó vafalaust marklaus. Liggja til
þess ýms rök.
Það er kunnugt, að drepsótt sú, sein réttilega er
nel'nd Svarti dauði og geisaði um England og Norður-
lörnl 1348 og 1349, hafði þveröfug áhrif í þessu efni.
Sótt þessi losaði uin jarðeign auðmannanna. Og ástæð-