Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 124
118
RITFREGNIR.
[vaka]
Guðmundur G. Hagalín: BRENNUMENN. Saga ár
nútíðarlífinu. — 304 l)ls. — Bókaverzlun Þorst M. Jóns-
sonar, Akureyri 1927.
Guðmundur er áður kunnur af sögum sínum, sem
sumar hverjar mega teljast meðal beztu íslenzkra smá-
sagna. Brennumenn er 1‘yrsta stærri sagan eftir Guð-
mifnd, sem vekur athygli. Virðist sagan þegar hafa náð
allmiklum vinsældum og er það að maklegleikum, því
að þó hér sé ekki um flekklaust listaverk að ræða, þá
er hókin góð og á erindi.
Þetta er saga um ástir og stjórnmál í heldur fá-
mennu sjávarþorpi. Ungur læknir, nýkominn, gerir það
tvennt í einu, að trúlofast dóttur „konsúlsins", hins
einvalda atvinnurekanda þorpsins, og takast á hendur
forustuna i verkalýðshreyfingu þorpsins. Þetta fer illa
saman og keinur þar að lokum, að læltnirinn skilur
við stúlkuna og leggur sig allan í heiftúðuga baráttu
gegn föður hennar. Verkalýðnum lekst að lokum að
vinna hug á „konsúlnum", en heiftin og hatrið hefir
ráðið meiru hjá foringjunum en trúin á nýtt og hetra
skipulag. Læknirinn sér að sér við dánarheð unnustu
sinnar. Sögunni lýkur með þessum ummælum: „Að
hefna sín — var það ekki eins og að berja utan herg
og blóðga hnúana?“
Öll stjórnmálablöðin hafa tekið bókinni vel og hvert
um sig gefið sínum flokki dýrðina. „Konsúllinn" er
íhaldsinaður, læknirinn jafnaðarmaður, og Þorsteinn í
Hraunkoti miðflokksmaður og er þeim öllum vel lýst,
svo að hver „stefna“ getur hrósað því, að ekki sé á
hana hallað. En sagan er ekki heldur til þess sögð að
dæma á milli þjóðmálastefna; hún er fremur um menn-
ina en málefnið, og að því skapi ineiri saga og minni
ritgerð. Það er innræti og aðferðir aðalmannanna, sem
hér ráða mestu um samúð lesandans eða andúð. Og
það er ekki aðfinnsluvert. Tilgangurinn og meðalið
verður ekki aðskilið til fulls og ekki heldur maður-
inn og málefnið. Það sem guð hefir sameinað, má
maðurinn ekki sundur skilja. Meðalið setur sinn svip
á tilganginn, og maðurinn, innræti hans og aðl'erðir,
er málefnið, íklætt holdi og blóði. Boðskapur þessarar
sögu er sá, að hatur og úlfúð geti ekki endurfætt
heiminn — og mun það eitt meðal annars valda vin-
sældum sögunnar. Er það fyllilega í anda þessa hoð-