Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 27
[VAKA
UM ATVINNU OG FJÁRHAGI Á ÍSLANDI.
21
sulti, að því er Biskupasögur herma1). Annar harð-
indakafii var frá 1226—12342). Var þá eldur uppi
fyrir Reykjanesi og fylgdi því ýms óáran (Sandvetur).
Upp þaðan var árferði misjafnt fram eftir öldinni, en
alls ekki svo stórum áföllum sætti, hvorki í mann-
dauða né fjárfelli. En frá því um 1280 var hér harð-
indasamt og all-sjúkalt, enda segir Lögmannsannáll
1287: „Á þessum tima komu harðla stórir vetur
margir í samt og manndauður af sulti eftir það“3).
Þá voru og farsóttir miklar sum ár og manndauði af
þeim völdum, einkum 1283—1285 og 1291—12924).
Af því sem nú var rakið um árferði á 13. öld má
það ljóst vera, að sæmilega áraði að kalla fram um
1280, en úr þvi illa, fram undir aldamót. Mundi hagur
Jandsmanna liafi verið all-góður lengst al' á 13. öld, ef
innanlandsóeirðir hefði ekki lamað atvinnuvegina og
komið truflun og losi á störf manna og allt ráð. Er
þess því eklíi að vænta, að Jandsbúið efldist á neinn
hátt. En eigi hygg ég þó, að bent verði á nein rök
fyrir þvi, að hagur inanna hafi vfirleitt staðið höllum
fæti fyrri en þá um 1290. Siðustu 5—6 ár 13. aldar
virðast hafa verið dágóð.
Fjórtánda öldin hófst með miklu Heklugosi, og
fvlgdi því fjárfellir, hallæri og' manndauði, jafnvel fyrir
norðan Iand, í Skagafirði5). En á árunum 1306. 1309
og 1310 gengu hér skæðar sóttir, mest bólusótt, og
drápu fjölda manna, að því er annálar herma"). Má
kalla, að harðindi þau, er hófust um 1280, héldist
lram til 1323 með vetrarþyngsluin, fjárfelli og hung-
urdauða fátækra manna. Eftir 1311 var á þessu tíma-
bili fjárfellir mestur 1313 og 1320, en mannfall af
1) Bisk. I. bls. 184, 257—258; II. bls. 56. 2) Anu. IV.
127—129. 3) Ann. VII. bls. 260. 4) Ann. III. bls. 71; IX. bls.
383—384. 5) Ann. III. bls. 72—73, IV. bls. 146, V. bls. 199,
VII. hls. 262—263. 6) Ann. VII. bls. 264—265, IX. bls. 390—392.