Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 79
[vaka]
UM BYLTING BOLSJEVÍKA.
73
snemma. Og ekki hafði stíll hans eða efnismeðferð
neina yfirburði fram yfir það, sem venjulega gerist.
Ritháttur hans er hversdagslegur og oft fremur fátæk-
legur, en sjaldan tilþrifamikill. Trotski bar einu sinni
saman stíl þeirra Marx og Lenins og komst svo að
orði: „Stíll Marx er auðugur og tígulegur; þar er
þróttur og mjúkleikur, hatur og hæðni, grimmd og'
glæsileg snilld. Hann stóð á gömlum merg og studdist
við yfirburði þeirra pólitísku bókmennta, sem á undan
honum voru. En hinsvegar er stíll Lenins bæði í ritum
og ræðum fáskrúðugur, efnisbundinn og næstum því
beinaber („asketisch“)“. Lenin má og vissulega eiga
það, að hann hataði orðskrúð og andríkis-mærð
af öllu hjarta, enda gerði hann alla stund það sem í
hans valdi stóð til þess að þagga hávaða og orðaglam-
ur fylgismanna sinna. Hann sendi t. d. einu sinni rit-
stjóra eins kommúnistablaðsins skriflegar leiðbeiningar
um það, hvernig rita skyldi pólitískar greinar. „Þið
eigið að skrifa tíu eða tuttugu línur í staðinn fyrir tvö
hundruð eða fjögur hundruð, en hafa þessar fáu línur
svo einfaldar og alþýðlegar sem fremst má verða. Þær
eiga að fjalla um málefni, sem alþýðan skilur til fulls,
— um liin svívirðulegu svik mensjevíka, þessara leigu-
þjóna borgarastéttarinnar; um árásir Englendinga og
Japana, sem miða að því einu að endurreisa hin hei-
lögu réttindi auðmagnsins; um tannagnístran ameríkskra
auðkýfinga gegn Þýzkalandi og önnur viðlíka efni. Um
slíka hluti eigið þið að skrifa. Þið eigið að nota ykk-
ur allt af þessu tæi, sem kostur er á, en rita þó ekki
um það langar greinar eða sí-endurteknar hugleiðing-
ar, heldur fáeinar línur i símskeytastíl! .... Færri
smásmugleg pólitísk röktog! Færri bókvíslegar rit-
gerðir! Færizt nær lifinu!“
Lenin fylgdi sjálfur þessum meginreglum fastlega
hæði í rituin sinum og ræðum. Menn, sem lial'a oft
heyrt hann flytja ræður, fullyrða að þar hafi mjög