Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 50
44
ÞORKELL JÓHANNESSON:
[vaka]
þess, að henni í'leygði nijög fram á alla lund. En í
staðinn fluttu kaupmennirnir korn að austan til iðn-
aðarborganna. Á sama hátt rýmkaðist skreiðarmark-
aðurinn stórlega. Áður var hann bundinn við England
og Norður-vestur-Þýskaland. En frá því um 1350 verður
Liibeck iniðstöð skreiðarverzlunarinnar, og alll megin
norskrar og íslenzkrar skreiðar gengur frá Björgvin,
Hansamiðstöðinni þar, til Eystrasaltslandanna og
Þýzkalands1). Verðið hækkar drjúgum, er eftirspurnin
eykst, og útgerðin fer vaxandi að því skapi. Hinn
sami kraftur þjóðaviðskiftanna, sem lagði grundvöll-
inn að iðnaðarriki Flæmingja og Englendinga, nær nú
slíkum tökum á íslendingum, að tæpum hundrað ár-
um eftir að Jiessa sést fyrst getið í útlendu skjali, að
héðan sé flutt skreið til nokkurra muna, er ísland orð-
ið kunnasta fiskistöð álfunnar, og íslendingar að hálfu
leyti búnir að snúa baki við landbúnaðinum, sem verið
hafði höfuð-atvinnugrein þeirra frá upphafi.
Skömmu eftir 1400 kemur nýr skriður á þá atvinnu-
hylting, sem þá var að gerast með þjóð vorri. Hófst
þá hér á landi gífurleg samkeppni ineð Þjóðverjum
og Englcndingum um kaup á sjávarafurðum.
Þegar á síðara hluta 14. aldar var viðskiftum ís-
lendinga við erlenda kaupmenn komið í það horf, að
naumast var um annan kaupeyri að ræða en sjávar-
vöru, skreið og lýsi. Ástand þetta gerði bæði að lokka
og neyða allan þorra manna til þess að afla sér sjáv-
arvöru, til þess að geta keypt erlendan varning eftir
þörfum. En skömmu eftir aldamótin 1400 hækkaði
skreiðin hér við land svo gífurlega í verði, að yfir-
gnæfði langsamlega allt annað verðlag, sem þá þekkt-
ist. Þess var að vænta, að landsmenn stæðist ekki
slíkt, enda er ekki ofmælt, þótt sagt sé, að búnaður-
1) Sbr. Daenell: Hlíitczeit dev deutschen Hanse I., bls. 23—35,
og viðar.