Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 112
RITFREGNIR.
Gestur Pálsson: RITSAFN. Útg.: Þorsteinn Gíslason,
Rvík 1927.
Gott er til þess að vita, að rit Gests skuli vera koinin
út í nýrri, prýðilegri útgáfu. En sjálfum er mér sá feng-
ur að bók þessari, að mér er sem ég hitti íornvin, er
ég fer að fletta henni.
Mér er það í barnsminni, að Gestur bjó um stund
i húsum móður minnar, en það mun hafa verið ein-
hverntíma á árunuin 1886—88, er hann reit flesta fyr-
irlestra sína og sögur. Varð mér þá þegar undarlega
hlýtt til mannsins.
Gestur var einstaklega barngóður og alúðlegur i við-
móti við alla. Fannst mér auðvitað, 10—12 ára snáð-
anum, mikið til um Gest sein skáld og rithöfund, fannst
hann höfði hærri en allt fólkið. Og er ég kíkti inn í
stofuna lil hans, varð mér sérstaklega starsýnt á stóra
mynd, er hékk uppi yfir sófanum á miðjum vegg. Hún
var af fagurri konu með slegið hár, nakinni niður i
beltisstað, er horfði sorgdöprum, seiðandi augum
fram fyrir sig. Fannst mér endilega sem þetta hlyti
að vera skáldgyðja Gests eða einhver hafgúa, sein hefði
seitt hann til sín einhverntíma á lífsleiðinni.
Gestur var maður skrafhreyfinn. Oft sat hann á tali
við móður mina og skeggræddi um heima og geirna,
gamansamur, en þó varfærinn. Og stundum brá hann
sér út í næsta hús, en þar bjó þá — „Grímur kaup-
maður“. Lang oftast gaf hann sig þó á tal við alþýðu
manna á götunni, verkafólk og sjómenn, sem honum
líka var hlýjast til, og spurði þá spjörunum úr um hagi
sina (sbr. ritling hans: Blautfisksverzlun og bróður-
kærleikur, ísaf. pr. sm. 1888, sem ekki hefir komizt i
ritsafnið).
Auðvitað svalg ég fyrirlestra Gests og sögur, jafn-
óðum og þær komu út. Og enn er mér í minni, hversu
mér sárnaði, þegar Alþingi neitaði G. P. um 500—600
kr. styrk til ritstarfa, svo að hann varð að fara vestur,