Vaka - 01.03.1928, Side 17
[vaka]
NÝ ÚTGÁFA ÍSLENZKRA FOUNIUTA.
11
heldur en í Kaupmamiahöfn (Arna Magnússonar
nefnclin, Oldskriftselskabet og Selskabet til udgivelse
af gammel nordisk litteratur). Þá hafa Þjóðverjar ekki
setið hjá auðuni höndum og skal hér aðeins minnzt
á útgáfufyrirtækið Alt-nordische Sagabibliothek. Norð-
menn hafa og gefið út mikinn fjölda íslenzkra forn-
rita og enn hafa nokkur þeirra komið út á Englandi,
Svíþjóð, Hollandi og víðar. Og lolcs hafa Bandarikja-
menn í ráði að koma nú til skjalanna og hefja útgáfu
á íslenzkum söguin, og munn þeir ekki lítilvirkir, ef
þeir hefjast handa á annað borð.
Þá hefir ekki síður verið unnið að því að þýða
fornrit vor á aðrar tungur, þó að sögurnar og Eddu-
kvæðin hafi verið látin sitja í fyrirrúmi. Má hér minna
á hinar dönsku þýðingar N. M. Petersens (Islændernes
færd ude og hjemme, í 4 bindum) og þýðingar þær,
sem Ggldendals bókaverzlun er nú að hleypa af stokk-
unum, þýzku 77?u/e-þýðingarnar, margar enskar þýð-
ingar (eftir Laing, Dasent, Morris og Eirík Magnússon
o. fJ.), norskar þýðingar margar o. s. frv. Geta má og
þess, að ýmsar þessar þýðingar hafa síðan komið út
í ódýrum alþýðuútgáfum t. d. á Englandi og Þýzka-
landi (Reclam, Everyman’s Library).
íslendingar hat'a verið talsvert athafnaminni um
útgáfu fornrita sinna heldur en útlendingar. í Iok 17.
aldar gaf Þórður bisltup Þorláksson í Skálholti út
Landnámu og nokkrar aðrar sögur. Eftir hans dag var
prentsmiðjan aftur flutt norður að Hólum, og mun
hiskupunum þar ekki hafa litizt á þetta óheyrða upp-
átæki Þórðar biskups, enda féll nú öll útgáfa forn-
rita niður um langt skeið. Klerkastéttin og jafnvel
alþýðan var þá fyrir löngu orðin grómtekin af dönsku
og þýzku guðsorði, og íslendingar flestir allsondis ó-
vanir að sjá neitt annað á prenti en guðsorða-bækur.
Hafa víst margir á þeim tímum ekki verið fjarri því
að taka undir með Jóni biskupi Árnasyni, er hann