Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 22
[vaka]
Á. P.: NÝ ÚTGÁFA ÍSL. FORNRITA.
16
indi. Slíkir menn sem t. d. Ernst Sars, Magnus Olsen
og Friðrik Paasche hafa sýnt mikla viðleitni til þess
að unna oss fullkomins sögulegs sannmælis.
Það eru nokkrir menn hér í Reykjavík, sem bundizt
hafa samtökum að hrinda þessu nauðsynjamáli á-
leiðis, og hafa þeir kosið þessa fimm menn í fram-
kvæmdanefnd: Jón Ásbjörnsson hæstaréttarmálaflutn-
ingsmann, sem er frumkvöðull að þessu útgáfu-fyrir-
tæki, Matlhías Þórðarson formninjavörð, Ólaf Lárus-
son prófessor, Pétur Halldórsson bóksala og Tryggva
Þórhallsson forsætisráðherra. Geta þeir þess í ávarpi
því, er áður var nefnt, að þeir hafi þegar ráðið út-
gáfustjóra, Sigurð Nordal prófessor, og er hann manna
hezt fallinn til þcss starfs. Er svo lil ætlazt, að aflað
verði fjár með almennum samskotum, en til þess að
útgáfan geti orðið svo ódýr, að almenningi sé ekki
ofurefli að eignast hana, verður síðar leitað styrks úr
ríkissjóði. Segist nefndin þegar hafa fengið loforð um
h. u. b. 8000 kr., en ekki sér hún sér fært að knýja
á hurðir ríkissjóðs fyr en safnað hefir verið 25.000
kr. Má það höfuðskömm heila, ef Islendingum endisl
ekki þjóðrækni og sómatilfinning lil þess að koma
saman svo Jítilli fjárhæð. Vér höfum á þessum síð-
ustu veltiárum Mammons og hégómans eytt ógrynni
fjár, sem seint mun verða tölum talið, í allslconar
þarfleysu og hófleysu. Og ef hið þarfa og fagra fyrir-
tæki, sem hér hefir verið gert að umtalsefni, slrandar,
þá verður aldrei getuleysi um að ltenna, heldur rænu-
leysi og ræktarleysi — og alls engu öðru!
Árni Pálsson.