Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 41
[vaka! UM ATVINNU OG FJÁHHAGI Á ÍSLANDI.
35
lögaurar eða sex álna aurar um 1280, þannig, að kú-
gildið og hundraðið forna (þ. e. þau verðhlutföll, sem
sköpuðust og festust í viðskiftalagi manna á milli
innanlands um meira en hundrað ár, meðan verð-
hreyting vaðmálsins var enn lítil og hægfara) er þá
nákvæmlega sama verðgildiseining. Hvorttveggja
e r þ á 16 silfurmetnir a u r a r, lögaurar, sex
álna aurar.
Hér verða umskifti i íslenzkum verðreikningi — um
1300. Tilraun sú, sem sýnist hafa verið gerð um 1280
til þess að festa vaðmálareikninginn á ný í sex álna
aurum silfurmetnum, virðist aldrei hafa náð neinni
hefð. Verðeiningar vaðmálareikningsins voru orðnar of
stórar, og auk þess tók vaðmálið um þessar mundir
að hverfa úr sögunni sem útflutningseyrir og var þá
fíka síður ástæða til þess að nota það sem verðmæti. /
í þess stað var það þá til bragðs tekið að festa —
stabilisera hið forna hundraðsgildi, 16 aura hundr-
aðið, og nota kúgildið sem fót eða verðmæli, en halda
þó hundráðstalinu með „mörkum“ sínum, „aurum“ og
„álnum“. Þetta virðist hafa verið komið í fast horf,
helgað af venjunni kringum 1350 og síðan. Er í þessu
efni vart að treysta máldögum kirkna, því þeir halda
oft fornu mati leiigur en réttum tíma svari. Þannig
telur máldagi kirkju i Kálfholti 1332 „XV merkur vax
eða kúgildi", og er það rétt um 15 aura virði1). En í
hréfi um kaup á hálfum Miklagarði 1345 segir svo: „XX
hundruð vöru eða kúgildi í G,rýtubakka“2). Hér er
hundrað og kúgildi auðsjáanlega sama verðeining, og
ætla ég, að hér sjáist í fyrsta skifti í skjali verðeining
sú, liiS óviðkennda—• abstracta — kúgilda hundrað, sem
siðar varð undirstaða i íslenzkum verðaurareikningi
fram eftir öldum, og að nokkru leyti fram á vora
daga. Upp frá þessu er hundrað og kúgildi um hríð
1) OI. II. }>ls. 698, sbr. 01. II. bls. 170. 2) 1)1. II. bls. 789.