Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 82
76
ÁRNI PÁLSSON:
[VAKA.]
inn vafi, að ýmsir foringjar byltingarinnar höfðn flesta
almenna hæfileika á móts við hann og sumir fram yf-
ir hann. T. d. Trotski, sem er fluggáfaður maður og
hámenntaður á mörgum sviðum. Hann vann meðal
annars það þrekvirki, sem lengi mun í minnum
haí't, að hann, sein ekkert kunni til hermennsku,
kom upp rauða hernum og vígbjó hann, svo sem
frægt er orðið. En þó brast hann gersamlega forustu-
hæfileika á móts við Lenin, — hann var úr öðrum
málmi steyptur. Lunatscharsky, einn af höfuðforingj-
um bolsjevíka, lýsir honum svo: „Trotski er ekki vel
til þess fallinn að koma skipulagi á nýjan flokk. Hann
hefir ólma tilhneigingu til valdboðs og getur ekki gert
eða hirðir ekki að gera gælur við múginn eða leggja
hlustir við almannaróm. Hann er ekki heldur gædd-
ur því töfrandi viðmóti, sem Lenin var gefið, og á því
á hættu að verða nokkuð einmana. . . . Hann er snögg-
lyndur, ráðríkur, kappsfullur. Ol't hefir verið fullyrt,
að hann væri metorðagjarn, en það er rangt. . . . Um
það er þeim Lenin ólíkt farið, að "I’rotski virðir ol't
sjálfan sig fyrir sér. Hann metur frægð sina mikils og
myndi vafalaust albúinn til þess að fórna hverju sem
vera skyldi, ei' minningu hans sem byltingarforingja
væri þá að borgnara. . . . Lenin er hverjum manni
hæfari til þess að si.tja í forsetastólnum og stjórna
heimsbyltingunni af viti sínu, en hitt er satt, að hann
hefði aldrei getað lyft sömu Grettistökum sem Trotski,
er hann þaut sem elding fram og aftur um landið og
hélt hinar nafnkunnu ræður, sem urðu til á einu augna-
bliki al' gnótt meðfæddrar málsnilldar. Það var hans
hlutverk að rafmagna aðra hvíldarlaust".
En hvað gerði þá greinarmuninn? Vafalaust þetta:
Sálarlif Lenins var óvenjulega óbrotið, tilfinningar
hans voru allar í fyllsta samræmi, hugrenningar all-
ar sprottnar af einni rót. Engin efasemd virðist nokkru
sinni hafa truflað þá sannfæringu hans, að öreigabylt-