Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 109
i VAKA
ORÐABELGUR.
103
kunnur er að rökfimi, missi marks, er hann talar um
í>'erfiaugu, lausar tennur, laus brjóst og laust hár.
En það er satt, að margt nýtt kemur undarlega fyrir
sjónir í fyrstu, og langar mig tii að nefna lítið dæmi.
Einu sinni í fyrra hitti ég á g'ötu einn velmetinn prór-
fessor; hann var eitthvað svo undarlegur, að mér varð
hálf-ónotalega við, og hugsaði — hvað er að mannin-
um? — Þá rann upp Ijós fyrir mér, hann hafði sem
sé rakað af sér ljómandi yfirskegg, fórnað á altari
tízkunnar hinni „fegurstu prýði karlmannsins“. Ef ég
hefði nú farið að láta í ljós undrun mína -á þvi, að
konan hans skyldi hafa leyft þennan ósóma, þá er ég
ekki í vafa um, að svarið liefði orðið, að hann ætti
sjálfur sitt skegg. Að visu er það álitamál, hvort slík
skerðing giftra karlmanna ekki jafnframt er skerðing
á eignarrétti kvenna þeirra, sem giftar hafa verið þeim
skeggjuðum. En ég þarf víst ekki að taka fram, að ég
cr löngu farin að kunna prýðisvel við manninn skegg-
lausan.
Það væri annars nógu gaman að vita, hvers vegna
karlar hafa gengið undir það ok, að skera af sér
skeggið, sem guð hefir gefið þeim, liklega í þeim til-
gangi að sýna yfirburði þeirra sem hins styrka hluta
mannkynsins. Ekki get ég ímyndað mér, að þeir hafi
ltyrjað á því til þess að verða sléttir í andliti sem
konur. Eg vil nú koma með þá tillögu, að islenzkir
karlmenn hætti að láta raka sig og klippa, að minnsta
kosti þangað til 1930. Því að þá fyrst gætu þeir komið
fram á alþingishátíðinni sem sannir afkomendur hinna
fornu vikinga. Því að ekki mundi spakasta manni sögu-
aldarinnar liafa verið valin hrakyrði fyrir skeggleysið, ef
það hefði þá verið almennt. G. F. talar um, að ekki
verði lengur „greiddir lokkar við Galtará“; það hlýtur
þá að koma lil af því, að ekki er hægt að finna nógu
rómantiskan elskhuga á vorum dögum. Hárið er kapp-
nóg, og nautnin yrði tvöföld fyrir stúlkuna, því að nú
gæti athöfnin farið fram sársaukalaust.
Fegurstu sjón undir sólunni telur G. F. leik hinna
frjálsu lokka, en þó að leitað væri með logandi ljósi
um endilangt ísland, fyndist hann hvergi nema í
ljóðabókum, og svo auðvitað á þeim stutthærðu. En
við öllu má búast af hverflyndi kvenna, einnig því, að
þær einhverntíma láti hár sitt vaxa aftur, en þá er ég