Vaka - 01.03.1928, Síða 32
1‘ORKELL JÓHANNESSON:
[vaka]
‘J6
frain til PJágunnar síðari, 1494. En ekld er þess að
dyljast, að þjóðin var lömuð. Og því verri urðu afleið-
ingar Plágunnar síðari og viðreisnin örðugri síðan.
Bætti það og elíki um, að árin 1511—-1512 geklv hér
skæð bólusótt. Var þá og Helílugos mikið og i'ellir á
mönnum og skepnum. Síðan virðist hafa órað sæmi-
lega fram um 1520. En þá Jcom harður kafli til 15251).
En úr því árar sæmilega fram um 15402).
Skal hér eklii lengra raldð, enda er kostur góðra
Jýsinga á landshögum vorum á 16. öld. En það, sem hér
var tilfært síðast, sýnir glögglega, liversu Jengi eiindi
eftir af hörmungum þeim, sem lialla má að fylgdi á
eftir Plágunni síðari fram um aldamótin 1500. Er ekki
óvarlegt að telja svo, að aldrei hafi hagur landsins
staðið ver á þeim tíma, sem hér hefur stuttlega verið
Jýst, heldur en um aJdainótin 1500 og fram um 1520.
Eru til þess ærin rök, þótt ekki verði hér greint. Að
eins skal þess getið hér, að rannsólin á afgjaldaslirám
um jarðir Hólastóls 1388, 1449 og 1550 sýnir það, að
leigugildi jarðanna lell yfirleitt um 33% á þessum
tíma3). Og lækkun afgjaldanna frá 1388 til 1449 er
yfirleitt ekki meiri en lælikunin frá 1449 til 1550.
Sýnir þetta bezt hörmungarhagina eftir Pláguna síð-
ari. Því eflaust hefir landslaild víðast hældíað til
nokkurra muna frá 1449—1494. Þess ber þó vandlega
að gæta, að hrun þetta á leigugildi jarðanna stafar
alls ekki eingöngu af Plágunni og harðindum þeim og
sóttum, er fylgdu í slóð hennar. Það á sér aðrar dýpri
rætur, sem síðar skal sýnt verða.
Hér hafa nú um hríð verið raktar stuttlega helztu
árferðislýsingar heimildarrita vorra fram um 1500, og
gerðar við þær lítilsháttar athugasemdir. Verður að
sjálfsögðu að taka ærið tillit til þeirra, er meta skal
1) Safn til söfc'u ísl. I. bd. bls. 44. Ann. VIII. bls. 373—374.
2) DI. X. bls. 537. 3) DI. II. bls. 407—413, V. bls. 35—41,
XI. bls. 858 o. s. frv.