Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 75
[vaka]
UM BYLTING BOLSJEVÍKA.
69
sjálfir þjáðir af zarstjórninni ekki síður en aðrir. Hin-
ar kúguðu þjóðir urðu misjafnlega hart úti. Sumstað-
ar austur í Asíu virðast völd Rússa hal'a verið allvel
þokkuð, en öllum er kunnugt um aðfarir þeirra í Ev-
rópu gegn Pólverjum, Litlu-rússum, Finnum og enn
fleiri þjóðum. Einn var þó sá þjóðflokkur, er harðast var
leikinn, en það voru Gyðingar. Mönnum telst svo til,
að V3 hluti Gyðingaþjóðarinnar hafi átt heima í ríki
zarsins, einkum á Póllandi og í suð-vesturhluta Rúss-
lands. En víðast annarsstaðar í ríkinu var þeim bönn-
uð vist. Ekki máttu þeir eiga jarðeignir nema á stöku
stað, og margskonar höft voru lögð á athafnarfrelsi
þeirra. Þeir urðu að bera ýmsar álögur umfram aðra
þegna zarsins, og svo fast svarf stjórnin að þeim, að
sagt er, að hún hafi á fyrra hluta 19. aldar stundum
látið ræna sveinum af Gyðingakyni og alið þá síðan
upp til hermennsku. Sumir hinir voldugustu menn rik-
isins voru nær örvita af hatri til Gyðinga. Það er t. d.
haft eftir Pobjedonoszef, er var um langt skeið höfuð-
ráðgjafi Alexanders 3. og Nikulásar 2. og formaður
hinnar „heilögu synodu“, að æskilegast væri að einn
þriðji hluti Gyðinga væri drepinn, annar þriðji hluti
rekinn úr landi, en þeir, sem eftir yrðu, kúgaðir til
kristni. Alexander 2. hafði að vísu reynt að bæta kjör
þeirra, en eftir hans dag liófust grimmar Gyðinga-of-
sóknir. Hin ógæfusama þjóð var bókstaflega milli
steins og sleggju, því að múgurinn hataði hana ekki
síður en stjórnin. Þó kastaði t'yrst tólfunum á árunum
1903—1906. Þá geisuðu ofsóknir um öll héruð, þar
sem Gyðingum var leyfð vist, heimili þeirra voru
brennd til kaldra kola, eignum þeirra rænt og hin
hryllilegustu morðvíg unnin (,,pogrom“), enda flýðu
þeir þá land hópum sarnan. Það var sannað, að em-
bættismenn keisarans höfðu margsinnis æst skrílinn til
illvirkjanna, og ef það kom fyrir, að hinir verstu
sökudólgar voru dregnir fyrir lög og dóm, þá voru