Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 60
UM BYLTING BOLSJEVÍKA.
ALRAÍÐISVALD ÖREIGANNA OG TAKMARIv ÞEIRRA.
1.
Ennþá er ókleift að ná sæniilega glöggu heildaryfir-
liti yfir þau hrikalegu tíðindi, sem orðið hafa á Rúss-
landi á siðasta áratug. Straumur viðburðanna hefir
verið svo ólmur og ægilegur, að stundum hefir tæpasl
mátt auga á festa. Eineygum og auðtryggum fylgi-
fiskum byltingarinnar, sem trúa á hana eins og guð-
lega opinberun, veitir auðvitað eigi örðugt að átta sig
á fyrirhrigðum þeim, sem nú um sinn hafa verið að
gerast austur þar, enda hafa þeir sína dóma á reið-
um höndum. Þeir líta trúarinnar augum á menn og
málefni byltingarinnar og taka trúarinnar hendi við
hverju því sem að þeim er rétt úr höfuð-herbúðunum í
Moskva. Hins vegar baka harðsvíraðir auðvaldsinnar
ekki sjálfum sér það ónæði, að gera sér nokkra skyn-
samlega grein fyrir eðli hyltingarinnar, fyrir afltök-
uni hennar og óvæntum sigri. Þeir eru margir svo
skapi farnir, að helzt vildu þeir fótum troða blindandi
allar tilraunir, smáar og stórar, sem hnekkt gætu yfir-
ráðum þeirra yfir lýðum og löndum, og er baráttu-
aðferð auðvaldsins í Bandaríkjunum ólyginn vottur
þess. — Dómar slíkra öfgamanna, hvorum megin sem
þeir standa, eru þó skaðlausir að því leyti, að
þeir rugla aldrei dómgreind skynsamra manna, sem
hafa það eitt markmið, að komast sem allra næst sann-
leikanum um orsakir og eðli hinnar geigvænu bylt-
ingar.
En það eru ýmsar aðrar torfærur á vegi þeirra, sem