Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 51
[VAKA
UM ATVINNU OG FJÁIIHAGI Á ÍSLANDI.
45
inn hafi þá orðið að þoka til fulls fyrir fiskveiðunum.
AUt var miðað við sjóinn og sjávaraflann. Jarðir lögð-
ust í eyði, en sjóþorp og verstöðvar efldust að sama
skapi, einkum sunnan og' vestan lands. Bylting þessi
i atvinnuháttum og viðskiftum sést einna ljósast af
því, að kauplag manna í milli innanlands, og slíkt hið
sama verðlag á erlendri vöru, miðast héðan af við
fiska. En áður var það íniðað við landaura, álnir og
kúgildi.
Þess var getið áður, að það, sem rak smiðshöggið
á þessa atvinnubreytingu, var hin harðvítuga sam-
keppni Englendinga og Þjóðverja hér við land, sem
hófst skömmu eftir 1400 og hélzt raunar öðru veifi
fram á 16. öld. Tildrög hennar má rekja til hinnar
fornu baráttu um skreiðarmarkaðinn í Björgvin, milli
Hansa-sambandsins og' Englendinga, sem fyr var getið.
Skal nú rekja þau stuttlega.
Englendingum þótti jafnan illt að húa við verzlun-
arofríki Hansamanna, þótt þeir yrði, eins og fleiri,
að lúta i lægra haldi fyrir l'járvaldi þeirra og öflugu,
skipulagsbundnu samvinnu. Brösuin þeirra út af skreið-
arverzluninni í Björgvin Iauk svo, að Englendingar
urðu gersamlega að rýma þaðan í byrjun 15. aldar,
og hugðust Hansamenn að ráða héðan af skreiðar-
verði á Englandi, éins og víða annarsstaðar, er þeir
inæltust þar einir við um framboðið. En nú var hæði,
að Englendingar höfðu lengi stundað fiskveiði sjált'-
ir, og er enskra duggara getið snemma á 14. öld1),
enda er auðséð, að þeir hafa hugsað sér, er þeir héld-
ust ekki lengur við í Björgvin ineð skreiðarkaup sín,
að þeir skyhli láta Hansakaupmenn spyrja önnur tíð-
indi fyr en þau, að þeir keypti fisk hjá þeim heima
hjá sér, i Englandi, með einokunarverði.
Frá þri 1413 sigla Englendingar hingað til lands
1) Ann. VIII. hls. 350 (1337).