Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 97
[vaka]
BÓIUIENNTAÞÆTTIR.
91
fokka á því máli,- sem verður honum hendi næst. Og
í kjölfar hans siglir floti labbakútanna, sem geta tekið
eftir galla hans, en ekki kosti, og fylla mál sitt erlend-
um orðum. Þröngsýn vörn tungunnar getur snúizt í
hina mestu hættu fyrir varðveizlu hennar.
Viðfangsefni íslenzkra rithöfunda er nú framar öllu
að sýna, hvernig ]ýsa má öllu því stórfelldasta í menn-
ingu og sálarlífi nútímans á óspilltu máli og með þeim
skýrleik og þrótti, sem eðli þjóðarinnar er samkvæmt
frá fornu fari. Vér verðum að muna, að erlend hugsun,
sem endurhugsuð hefur verið af íslendingi, svo að
hann geti sagt hana sem frumhugsuð væri, er orðin
íslenzk eign, íslenzk reynsla. Því er oss hin mesta
nauðsyn að fá erlend höfuðrit þýdd á íslenzku og færa
með því út valdsvið tungunnar, en sporna við illa
þýddu rusli, sem verður lesöndum til óþrifa. Ef is-
lenzkar bókmenntir eiga sér nokkura framtíð, verður
hún í höndum þeirra manna, sem þora hæði að
sökkva sér ofan í erlenda menningu o g vinza misk-
unnarlaust úr henni með sjálfstæðri hugsnn og saman-
burði við íslenzkt eðli og reynslu. Frjálsir menn gera
ekki uppreisn. Hún kemur frá þrælum, sem slíta af sér
helsi. Vér verðum að ala ungu kynslóðina upp í virð-
ingunni fyrir hvorutveggja, auði heimsbókinenntanna
og bókmenntum og tungu þessarar litlu þjóðar, sem
eru ekki einungis aleiga vor, heldur verðar fullrar ást-
ar og aðdáunar í sjálfum sér. Þá er engin liætta á, að
þeir eigi það erindi til erlendra þjóða að sleikja froð-
una ofan af hugsun þeirra, gleyma sinni eigin tungu
og apast að óheilluin.’)
1) Þess cr rétt að geta, til l>ess að koma í veg fyrir misskiln-
ing, að þessi þáttur er að mestu leyti sama efnis og eg hef áð-
ur ritað, og þá nokkuru greinilegar (íslenzk lestrarbók, XXVIII—
XXXII; Utsikt over Islands litteratur i det 19. og 20. árliundre,
Oslo 1927, 43—46).