Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 38
32 ÞORKGLL JÓHANNESSON: [vaka]
að uin 1080 er dýrleikahlutfallið 1:7%1). Hélzt það
hlutfall siðan, að nafni til, fram um 1280.
Vér getum nú hæglega séð, hversu inargir aurar
silfurs voru í hundraði lögaura frá því um 900 og
fram á 13. öld. Hér skal því sleppt að ræða frekar
um silfurverð vaðmáls fram um aldamótin 1000, sök-
um þess, að það hefir enga verulega þýðingu, þar sem
ræða er um uppruna og upphaflegt verðgildi hins
óviðkennda hundraðs: hundiaðs á landsvísu.
Um 1000 eru, samkvæmt því sem áður var ritað,
15 aurar silfurs í hundraði lögaura. En um 1100 eru
16 aurar silfurs í hundraði lögaura, og helzt það verð
fram um 1200.
Um 1000 er þá V& úr sill'ur eyri — ,,alin“ silfurs
sama sem 8 álnir vaðmáls. En um 1100 er ,,alin“ silf-
urs sama sem 7% alin vaðmáls. Þessa verðeiningu, %
úr eyri silfurs, kalla ég hér silfurmetinn eyri, vegna
þess að stærð hans að vaðmálsálnatali á hverjum tíma
fer eftir því, hvert er verðhlutfall milli silfurs og vað-
máls. Verða þá 15 silfurmetnir aurar í liundaði —
120 álnum — vaðmála um 1000, en um 1100 16 silf-
urmetnir aurar. —• Hitt helzt auðvitað alltaf, að telja
20 lögaura, sex álna aura, í hundraði vaðmála.
Nú eru ýms rök til þess, að um 1200 hafi lögeyrir,
sex álna eyrir verið orðinn nokkru verðhærri en stend-
ur í verð-lögum þeim, sem varðveitt eru og talin frá
um 1200, en munu þó raunar vera nokkru eldri2). Því
til stuðnings má meðal annars nefna þá venju, sem
var all-tíð frá því snemma á 12. öld — en einkum þó
um og eftir 1200 — að telja verð i þriggja álna aur-
um, sem víslega var gert sökum þess, að lögeyrir var
orðinn of stór verðeining í hversdagsviðskifti manna í
milli. Og vaðmálið hélt áfram að hækka, er leið á 13.
1) Grg. I.b, bls. 193, II. 61; DI. I. bls. 97—98, 165. 2) DI I.
bls. 316—319.