Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 64
58
ÁRNI l’ÁLSSON:
[vaka]
Fr. Engels í árslok 1847, en prentað var í janúarraán-
nði 1848, eða rétt áður en febrúar-byltingin hófst á
Frakklandi. Síðan hefir það verið þýtt á flest tungu-
raál heimsins og nýlega hefir það birzt í islenzkri
þýðingu (Ak. 1924). Það er örstutt rit, — í íslenzku
þýðingunni er það rúmar 50 bls. í mjög litlu átta-
blaða-broti, — en þar er mergur í hverri málsgrein,
enda er það samið af hvassri, rökfastri hugsun og
slíkri gnótt þekkingar, að fádæmum sætir. Þó hafði
Marx ekki fyllt þrítugt, er hann samdi það. Mun það
nokkurn veginn einmælt, að aldrei hafi pólitiskt sókn-
arskjal hæft betur mark, enda varð það samstundis
guðspjall jafnaðarmanna og hel'ir verið það jafnan
síðan. En það er aðalefni ávarps þessa, að þar boðaði
Marx eina höfuðkenning sína og skýrði hana og studdi
sterkuin og ljósum rökum. Var Marx að vísu ekki
frumhöfundur hennar, en enginn hal'ði áður flutt hana
með slíkuin krafti sannfæringar og þekkingar né hugs-
að hana svo rækilega út í æsar. Kenning þessi fjallar
um og svarar þeirri spurningu, hvert sé hið Itnýj-
a n d i o g drottnandi a f 1 a 1 I r a r f r a m s ó k n -
a r i m a n n I e g u m féíagsskap. Og svarið var:
F r a m 1 e i ð s 1 u h æ 11 i r ni r , a t v i n n u s k i p u 1 a g-
i ð o g s ú stéttabarátta, s e m a f þ v í s p r e 11 -
u r. Þetta svar er að vísu talsverðum öfgum blandið,
svo sem síðar verður minnzt á, en þó ristir það geysi-
djúpt, enda hefir það mótað stefnu og baráttu-aðferð
verkalýðsins og haft mikil áhrif á sögulegar rannsóknir,
þó að fáir eða engir sagnfræðingar hafi getað aðhyllzt
kenningar Marz að fullu og öllu.
Með því að ætla má, að fæstir lesendur ,,Vöku“ hafi
kynnt sér kommúnistaávarpið til nokkurrar hlítar, fer
hér á eftir ágrip af því.
Sagan hefir á umliðnum öldum verið eingöngu saga
um stéttabaráttu.