Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 25
[VAKAj
UM ATVINNU OG FJÁRHAGI Á ÍSLANDI.
19
raktar heiztu breytingar á almennu verðlagi á þess-
um tíma og drepið lauslega á það, sem ráða má af
sliku um þjóðhagi og atvinnuhagi almennt. En að
siðustu verður gefið yfirlit um atvinnubyltingu þá,
sem hér varð um 1400, og áhrif hennar á þjóðhagi
vora og landshagi upp þaðan.
Því miður eru gögn þau harðla ónóg, er vér höfum
nú um árferði hér á landi á fyrri öldum, og þó eínkum
fram um 1100, en siðan eru gögn nokkru fyllri og
meira á þau hægt að treysta. Fyrst i'raman af eru Is-
lendingasögur og annálar ein til frásagna, og er hvor-
ugu mjög' að treysta í einstökum atriðum, er þau eru
í letur færð löngu siðar en atburðir gerðust. En i því
efni, sem hér ræðir um, er vitnisburður þessara heim-
ilda að því er snertir fyrstu og fjarstu aldirnar mjög
samhljóða um það, er þær greina frá; og hinsvegar
eru heimildirnar svo margar og sjálfstæðar, að líklegt
væri, ef veruleg frábrigði hefði hér orðið, að þá væri
þess einhversstaðar getið sérlega. Verður þvi að öllu
athuguðu að ljá heimildunum fullan trúnað um höf-
uðatriði málsins.
Eigi er getið neinna stórsótta hér á landi fram um
1100 eða eldgosa, svo sköðum sætti. Og hallæri og
harðindi virðast ekki hafa verið mikil, sízt svo löng-
um tímum gegndi. Frá upphafi landnáms og fram
um 1100 geta heimildir að eins um þrjú harðindaár,
sem verulega þrengdu kosti landsmanna. Er þar fyrst
að telja Óaldarvetur fyrra, er Landnámabók skýrir
frá1), um 970 að talið er. Því næst hallærisveturinn
um 990, er getur í Ólafs sögu Tryggvasonar2) og víð-
ar; og loks Óaldarvetur hinn mikla, er Biskupasögur
kalla, 10563). Var mannfall af sulti öll þessi ár, og
i) ísl. I. Khöfu, 1848, bls. 828. 2) Fornmnnnasögur II. bd. 3)
BisUupasögur I. bd. Khöfn 1858, bls. 152, ísl. I., bls. 323—324.