Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 71
[vaka]
UM BYLTING BOLSJEVÍKA.
65
ur af öflum og atvikum, sem hann ræður ekki yfir sjálf-
ur. Og þá áttuðu menn sig fyrst á því, sem oss virðist nú
svo einfalt og auðsætt mál, að baráttan fyrir daglegu
brauði væri höfuðþáttur mannkynssögunnar og að saga
þeirrar baráttu rnyndi margfalt lærdómsríkari en sú saga,
sem þangað til hafði verið rituð. Marx varð alls ekki
fyrstur til þess að koma auga á þennan sannleika, og
margir samtímamanna hans litu á söguna frá nokkuð
svipuðu sjónanniði, t. d. Comte og lærisveinar hans. En
hann hamraði fram sína sltoðun af miklu meira afli en
nokkur annar. í geðsniunum hans bjó ofsi og kraftur
spámannsins og postulans, enda var hann Gyðingur í
liáðar ættir. Hver sannfæring sem myndaðist í hans
óþolinmóðu eldsál varð að hvítglóandi trúarsetning,
sem hrenndi sig inn í hugskot samtíðarmanna hans.
Kenning hans um stéttabaráttuna var að vísu sagna-
riturum holl bending og beindi starfi þeirra inn á nýj-
ar brautir. En meðan þau orð hafa fullt gildi, að mað-
urinn lifi ekki á einu saman brauði, þá verður sú
kenning, að ö 11 saga mannkynsins sé eingöngu fólg-
in í eða sprottin af baráttunni um þessa lieims gæði,
ósönn og háskalega villandi. Enginn mun nokkru sinni
geta sannað, að hagsmunáhvatir einar saman hafi hrund-
ið af stað slíkum viðburðum sem krossferðunum eða
trúarbragða-styrjöldum 16. og 17 aldar. Enn i dag
sýna kaþólskir verkamenn víða í löndum kirkju sinni
meiri hollustu en verkalýðshreyfingunni. Ófriðurinn
mikli færði mönnum og greypilega heim sanninn um,
að verkalýður álfunnar er enskur, þýzkur, franskur
o. s. l'rv., en ekki þjóðernislaus, eins og Marx hafði
kennt. Og að líkindum er enginn maður svo andlega
snauður, að hann þjóni aðeins þörfum líkamans, —
lilóti engin önnur goð en Mammon. — Það virðist vera
höfuðgallinn á kenningakerfi vísindamannsins og spá-
mannsins Karls Marx, að þar er hyggt út öllu því, sem
á latnesku máli nefnist imponderabilia, þ. e. a. s. öllu
5