Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 62
56
ÁRNI PÁLSSON:
[vaka]
þangað til 1480) og tók þá nálega fyrir allar samgöng-
nr milli Rússlands og annara landa i Norðurálfu.
Þannig varð rússneska þjóðin öldum sainan háð fá-
breyttum og óhollum áhrifum, fyrst frá ófrjórri og
ellihruinri menningu Bysanz-ríkis og síðan frá sið-
litlum þjóðum austan úr Asíu. Á 18. öld komast yfir-
stéttir Rússlands — að minnsta kosti nokkur hluti
þeirra —- í menningarsamband við menntaþjóðir álf-
unnar, en almúginn var eftir sem áður ósnortinn af
öllum erlendum áhrifum, enda voru rússneskir bændur
ánauðugir þrælar og gengu kaupum og sölum eins og
kvikfénaður, þangað til Alexander 2. leysti þá úr höft-
um og veitti þeim almenn mannréttindi 1861. Öll þessi
ókjör og margt annað, — t. d. hin feiknarlega víðátta
hins mikla, tilbreytingarlausa sléttulands, — hafa vitan-
lega mótað hið einkennilega sálarlíf alþýðunnar, sem
stórskáld Rússa hal'a lýst af töfrandi list í ritum sín-
um. Þau hafa sýnt Evrópumönnum inn í nýjan -—
eða öllu heldur gamlan — heim, þar sem allt er með
annarlegum blæ, þar sem frumhvatir mannsins leika
enn þá lausum hala, þar sem öllu ægir saman, bljúgri
auðmýkt og vitstola heift, einfeldni og lævísi, hjarta-
gæzku og grimmd, takmarkalausri örvæntingu og
draumórum um nýja gullöld, um þúsund ára ríki, þar
sem öll mein verði hætt. Sálarlíf annara Evrópuþjóða
hafði mörg hin sömu einkenni á miðöldum, og virðist
því sönnu nær, að þau séu ávöxtur þess menningarstigs,
sem Rússar eru nú á, heldur en hitt, að þau séu ról-
gróin í rússnesku þjóðerni. En það eitt er vist, að
meginþorri Rússa stendur ennþá i'yrir utan vébönd
sameiginlegrar menningar Evrópuþjóða. Það atriði
verða allir að hafa hugfast, sem vilja leitast við að
gera sér grein fyrir hamförum þess stórviðris, sem
hefir geisað yfir Rússland nú um tiu ára skeið.
Ég ætla mér ekki þá dul, að segja sögu rússnesku
byltingarinnar i þeim línum, sem hér fara á eftir. Til-