Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 120
114
RITFREGNIR.
[vaka]
reyndum, sem hann man, og við tekur ímyndun höi'und-
arins. Hvergi eru viðburðirnir dagsannir og lifandi — og
víðast sjiilla samtölin mannlýsingunum. Efnismeðferðin
er yfirleitt ólistfeng, óskáldleg.
Það væri ástæðulaust að skrifa langt mál um þessa síð-
ustu bók hans, ef skáldskapur og bókmenntagagnrýni
hér á landi stæði á svipuðu stigi og með nálægum
menntaþjóðum, m. ö. o. ef treysta mætti smekk þjóðar-
innar. En megnið af því, sem út kemur á íslaridi skáld-
skaparkyns, er sett saman af hókmenntalegum almúga
(af öllum þjóðfélagsstéttum) — og síðan ritdæmt lof-
lega af menntamönnum, sem eru „ómenntaðir að skáld-
skaparsmekk", eins og Jón Ólafsson sagði fyrir áratug-
um að lærðir menn islenzkir yfirleitt væru — og eru
orð hans sönn enn í dag.
Það mætti rita dálítinn bælding um þau lýli á síðustu
bók Ei. Þ., sem skipa honum á hinn fjölsetna bekk
þeirra islenzkra skáldsagnahöfunda, sem eru almúgi að
smekk, listfengi, allri andlegri framgöngu. Hér er ekki
rúm til þess að rekja lýtin á sögum hans. Ég skal með
fáum dæmum reyna að bregða ljósi ylir á hvaða sligi
stendur gáfa hans til þess að rita skáldsögur.
í lok fyrstu sögunnar, og hinriar beztu í bókinni
(Fósturbörnin), kemur söguinaður til Imbu á Gili, sem
þá er gamalmenni og hýr ein i koti. Hún hýsir þar hjá
sér vængbrotna rjúpu, haltan snjótittling, sæg af músum,
sem hafast við undir rúmi hennar, og nokkra ánamaðka,
sem hún hefir bjargað af gaddinum og geymir undir
torfusnepli. Sögumaður hefir matazt, kerling tekur leif-
arnar, gefur þær fuglunum og músunum og hjalar síðan
við ánamaðkana.
Höf. ætlar hér að draga upp áhrifamikla mynd af ást-
arþeli og móðurlund í'átækrar gamallar konu. Til þess
að vekja samúð lesandans hel'ði tvennt verið óbrigðul-
ast: Að gera gömlu konuna með öllu yfirlætislausa, að
Iáta hvergi votta fyrir því, að henni finnist lil um góð-
verk sín og að láta lesandann einan um að dást að
þeim, leggja sjálfur ekkert til málanna. En Ei. Þ. fer
öðru vísi að: Hann lætur Imbu halda sýningu á brjóst-
gæðum sínum og fórnar sjálfur höndum í tilbeiðslu,
eins og haiin hefði lilið himnana opnast. Meðan kerling
er að gefa fuglunum og músunum eru engin lát á gæl-
um hennar, hún kallar á mýsnar, -„barnslega broshýr,