Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 16
142
GUÐM. FINNBOGASON:
[vakaJ
halda til hægri, en Skjóni til vinstri handar Þegar
þeir höfðu tuskazt þannig um taumana stundarkorn,
fóru rennings gusur að þyrlast um hjarnið og sópa
saman mjöllinni. Fyrst voru þær strjálar og sleiktu
mjöllina af hjarninu í ýmsum lcrókum; en svo fjölg-
aði þeim skjótt og fóru þær þá beinna. — Og eftir
skamma stund brast í þreifandi stórhríð með grenj-
andi veðurhæð og ískrandi frosti, svo að Bjarna hallaði
í söðlinum". („Undir beru lofti“, bls. 4).
„Veðrið var blítt og fagurt. Rauðbryddir þíðviðris-
hnoðrar inóktu á fjallsnibbunum inni í landinu; en
Ijósgrænir teinar og blámistruð blikudrög voru á víð
og dreif uppi í hvirfilsviði heiðríkjunnar.
Þögnin og kyrrðin ríktu í einveldisdýrð sinni yfir
afréttinni, þar sem kvöldsólin sló flötum geislum yfir
gulnaðan grávíði og bliknaðan fjalldrapa, dökkgrænar
berjaflesjur og mórauð moldarflög, ullhvíta sauði og
drifhvitar álftir.
Útsýnin var fögur og víðáttumikil. Fjöllin og hæð-
irnar blöstu við í fjölskipuðum þyrpingum fjær og
nær.
En lengra burt í fjarskanum glórði í jöklana milli
hæðanna, sem lágu næst. Þeir stóðu einmanalegir, ein-
kennilegir inn við hásæti Fjallkonunnar í rósóttu
rykkilíni, eins og klerkur fyrir altari, sem glórir í
gegnum kirkjudyr og þéttfylktan söfnuð á fermingar-
degi. (Sst. hl. 37—8).
„Hún stendur við skútaopið. ískuldi heiðríkjunnar
leikur um hana, eins og hægur straumur, sá, sem á
enga miskunn til í eigu sinni nema líflátsgriðin járn-
köld.
Norðurljósin hafa verið dauf í dálkinn um tíma. Nú
glaðnar yfir þeim. Þau færast í aukana í suðaustrinu,
hlossa upp, titra, skjálfa og slást til, kippast við eins
og haföld í vefstóli, sem stiginn er í ákafa, lækka, hefj-