Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 17
[vaka]
GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON.
14»
ast og titra eins og haföld, sem skjálfa fyrir skeiðar-
slaginu.
Stjörurnar tindra í öllum áttum, eins og lifandi augu
í mannfjölda. Heiðríkjan er eins og hrein samvizka. En
jörðin undir allri þessari dýrð grætur í frostinu yfir
sundurtættri, valsleginni rjúpu. Og steinstorkan i skut-
anum stendur á öndinni og bíður eftir því, að föru-
konu verði saknað — sem enginn saknar.
Hersing himnanna deplar augunum. Og eilífðin
kinkar kolli“. („Úr öllum áttum, bls. 110).
Um málfar G. Fr. þarf ekki að fjölyrða. Hver nokk-
urn veginn læs og skynbær maður í þessu landi mun
kannast við markið hans: „kraftur orða, meginkynngi
og myndagnótt“, svo sem Gröndal kvað. Fáir munu
hafa komið fram á ritvöllinn með svo fullt fang orð-
gnóttar sem hann, enda hefir hann viðað að sér jafnt
úr alþýðumáli sem fornbókmenntum vorum, en er
sjálfur þjóðhagi í orðasmíð. Það er gaman að athuga
frá þessu sjónarmiði söguna „Sigrún“, er mun vera
næstfyrsta saga hans og sýnir, að „hann hafði lil alls
meira en hann þurfti". Samlíkingarnar streyma þar svo
að hverri lians hugsun, að frásögnin verður ofhlaðin af,
en ekki vantar þróttinn í málið og tilþrifin. Þar er t. d.
náttúrulýsingin, er ég áðan tók, og þessi lýsing á trú-
arlífinu í sveit Sigrúnar:
„Enginn villutrúar mývargur hafði skyggt fyrir sól-
ina í héraðinu. Nokkrar lausaflugur höl'ðu borizt með
vindinum, en það var ekki bitvargur, heldur ryk-
mý, og veitti því fólkinu auðvelt að sópa því framan
úr sér“.
Aðalvandi G. Fr. jafnt í lausu máli sem Ijóðum hefir
verið, að velja úr ofgnóttinni, svo að myndirnar yrðu
ekki of sundurleitar, og þar hafa honum stundum ver-
ið mislagðar hendur. En allsstaðar þar sejn efnið sjálft
tekur hug hans allan, verður straumur málsins eins