Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 72
198
NÍELS P. DUNGAL:
[vaka]
Menn af AB-flokki þola því blóð úr öllnm hinum
flokkunum; hinsvegar má nota blóð af 0-flokki til að
veita í hvaða mann sem er. Þó þykir mörgurn vissara að
nota blóð af sama flokki til blóðgjafa.
Við frekari rannsóknir kom í ljós, að blóðflokkarnir
ganga í arf eftir föstum, þekktum lögmálum. Eiginleik-
arnir A og B erfast einlægt samkvæmt lögmáli ríkjandi*
erfða. Þeir hlaupa aldrei yfir lið, eru því einlægt komnir
beint frá öðru hvoru foreldranna, þar sem þeir finnast.
Hinsvegar þurfa þessir blóðeiginleikar ekki endilega
allt af að koma fram hjá börnunum, þótt þeir sé til
hjá foreldrunum, öðru eða báðum. Þannig geta t. d.
foreldri, sem bæði eru af A-flokki, átt börn af O-flokki,
þótt mest Jikindi sé til, að flest börnin verði af A-
flokki. Það fer eftir því, hvort eiginleikinn A finnst
hjá foreldrunum sem tvöfaldur eða einfaldur erfðavísir
(homo- eða heterozijgot). Ef eiginleikinn er til hjá öðru
eða báðum foreldrum sem tvöfaldur erfðavisir, hljóta
öll börnin að verða af A-flokki, en það er fremur sjald-
gæf tilviljun. Hinsvegar geta foreldrar eins og þeir, sem
hér voru nefndir, aldrei átt börn af B- eða AB-flokki.
Börn l'oreldra, sem bæði eru af 0-flokki, hljóta allt af
að verða í 0-flokki. Ef annað foreldranna er A, hitt B,
geta börnin lent í livaða flokki sem er.
Þessa þekkingu hafa menn notað sér á seinni árum
til að skera úr barnsfaðernismálum. Því miður getur
blóðrannsóknin ekki nærri allt af komið að gagni til
þeirra hlula. Segjum t. d., að móðirin sé A og sá, sem
hún kennir barnið, 0. Svo finnur maður hjá barninu
0 eða A, og annaðhvort hlýtur barnið að vera, svo
framarlega sem hinn tilgreindi maður er faðirinn; þá
getur maður ekkert sagt, vegna þess að barnið gat erft
bæði A og 0 frá móðurinni. Ef barnið hefði aftur á
móti verið B eða AB gat hinn tilgreindi faðir ekki átt
*) Sbr. grein Valtýs Albertssonar í Vöku II, 3. h.