Vaka - 01.09.1929, Page 124

Vaka - 01.09.1929, Page 124
250 RITFREGNIR. [vaka] höf. í garð hans. Það iná vel vera að Böggvi, sem er íslendingur, eigi ónotin skilið og meira en það. En eins og hann er úr garði gerður frá höf. hendi, verður ekki annað séð en að Gunnar Gunnarsson hafi svalað ergi sinni á honum á kostnað listar sinnar. Með öðrum orðum: Nautnin við lestur þessa rits fer að því skapi minnkandi sem meira er lesið. Atburðir, slíkir sem þeir, er barninu er eðlilegt að festa í minni og dvelja við, og sem vel mega vera uppistaðan í lýs- ingu á andlegum þroska þess, hrökkva ekki til, til þess að varpa ljósi á þroskaferil hins unga listamanns, er Iengra líður fram. Og þó má vænta, að það sé cinmitt hann, sem höf. vill sýna oss, að einmitt til þess að gera oss hann ljósan, sé ritið samið. Það kemur fram ósam- ræmi milli efnis og forms, milli Ugga Greipssonar og „blaða“ hans, sem verður stærra og stærra, unz alveg breztur í sundur með þeim i síðasta bindi. Vér lesum um fjölda ytri smáatburða, kynnumst fjölda af persón- um, án þess að hvorugt þetta standi, að því er séð verður, í neinu sambandi við innra Iif Ugga og per- sónulegan þroska og án þess að þessar persónur eigi nokkur þau skapaskifti saman, að návist þeirra sé nauð- synleg í bókinni. Frá öllu þessu er blátt áfram sagt vegna þess, að jafnan er „en Dag tilovers" að segja frá. Og þannig gengur, unz sigurinn lcemur jafn óvænt fyrir lesandann, eins og hann hlýtur að hafa komið Ugga Greipssyni að óvörum, ef „blöð“ hans hafa að geyma allt það, sem frásagnarvert er úr lífi hans frá þessu tímabili. Að vísu má geta sér þess til, að farið bafi fram með Ugga innri þróun, auk þess, sem frá er skýrt. En þá er henni leynt með meiri snilli, en höf. hefir tekizt að leggja i nolckuð annað í bókinni, auk þess sem það er svo fráleit hæverska að leyna þvi, að hún samþýðist illa öðru atferli höfuðpersónunnar, úr því henni finnst það ómaksins vert að skýra frá gengi sínu og tildrög- um þess. Uggi Greipsson verður ekki merkur rithöf- undur af því, að í hópi kunningja hans og lagsbræðra í Kaupmannahöfn eru einkum menn, sem hann álitur sig hafa rétt til að fyrirlíta eða gera að athlægi. En svo er því háttað um flesta þá, er lesandanum mæta i „Hugleiki Mjöksiglanda". Að það hefir ekki tekizt betur en skyldi, um suma þeirra, er hvorki Ugga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.